Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 12
10
og biðjið fvrir þeim, sem ofsækja yður, lil þess að þér séuð
synir föður yðar, sem er á himnum
Og svo endar fj'allræðan, eins og kunnugt er, á faðirvorinu.
Eins og' sjá má á þessu sýnishorni er mikið djúp staðfest
milli þessara boðorða og liinna fvrri gyðinglegu boðorða.
Hér er fyrst og fremst bent á það, að siðgæðið búi bið innra
með mönnum í hugum þeirra og hjörtum, en í öðru lagi á
það, Iivað menn eigi að gera og hvernig þeim beri að breyta
hver við annan, en ekki eingöngu á það, livað menn megi
ekki gera. Hér er því um innra siðgæði, en ekki ytri sið-
vendni að ræða. Markar þetta því aldahvörf í sögu siðfræð-
innar.
Annað mál er það, að flest af boðum fjallræðunnar eru
svo háleit og því svo erfitt að fvlgja þeim, að þau hæfa frek-
ar heilögum mönnum en þeim, sem brevzkir eru og siðferði-
lega lítt þroskaðir. Og þau tilheyra frekar guðsríkinu og því
réttlæti, sem þar á að búa, en mannlífinu eins og því er enn
Jifað á þessari vesölu jörð. Engu að síður mætti lita á binn
Jiáleita siðalærdóm hennar sem liið æðsta og endanlega mark-
mið alls mannlegs siðgæðis og er góðra gjalda verl, að á það
sé bent, hvaða leiðsögu orð liennar geta veitt oss í lífsbreytni
vorri.1)
7. Páll postuli og kristindómurinn. Jesús Kristur nefrídi
sjálfan sig tíðast „mannsins son“, og lengi mun hann hafa
verið í vafa um messíasarköllun sína, enda þótt eitt guðspjall-
anna hafi það orðalag um skírn hans, að þá hafi heyrzt rödd,
sem sagði: „Þú ert sonur minn elskulegur, sem ég hefi getið
(o: kjörið til minnar þjónustu) í dag.“ Hitl er ekki að efa,
að Jesús hafi litið á Guð sem gæzkurikan föður allra manna
og að vér værum börn hans og bræður hver annars. Hann lítur
og á sjálfan sig sem hirðinn, er sendur sé til þess að leita
hinna týndu sauða, én hvergi bólar á endurlausnarhugmvnd-
inni hjá honum, nema vera skvldi í orðunum „að láta líf
sitl til lausnar fyrir marga“. En sumir vilja telja þetta seinni
tíma innskot, enda þarflevsa að líta á það sem „lausnargjald“.
Allt snýst þetta nú við og umhverfist í kenningum Páls
postula. Þar eru trúin á hinn kærleiksríka föður og hinn
háleiti síðalærdómur Jesú kviksett í gömlum gyðinglegum
kenningum um svndafall og dauða, endurlausn og upprisu
og engin von um sálubjálp nema fyrir trúna á Jesúm Krist.
1) Björn Magnússon : Þér eruð ljös hcimsins, Bókaútg. Norðri, Ak.
1944.