Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 164
162
gegn atyinriuleysi, ýmist óbeint, svo sem með stefnii sinni í
skattamálum og stuðningi við atvinnuvegina á hverjum tíma,
eða með beinum aðgerðum, t. d. með því að skipuleggja opin-
berar framkvæmdir þannig, að þeirra gæti sem mest, þegar
eftirspurn eftir vinnuafli er sem minnst.
Engu er enn bægl að spá um, livað framtíðin muni bera í
skauti sér i þessum efnum, íslenzku þjóðinni til handa.“ —
Svo mörg eru þessi orð hins ágæta fvrrverandi félagsmála-
ráðherra vors, sem vissulega veit, livers er þörf og hvar skór-
inn kreppir bjá oss. En allt verða þetta skýjaborgir einar oss
til banda, nema unninn sé sigur á verðbólgunni i landinu,
bæði livað vinnulaun og verðlag áhrærir, því að bið fvrra get-
ur auðveldlega valdið hruni atvinnuveganna, og bið síðara, að
enginn mannlegur máttur og þá ekki heldur rikið geti staðið
undir víðtækum alþýðutryggingum. Fvrst verður því að sigra
drekann, dýrtíðina, áður en um nokkuð slíkt geti verið að
ræða, að trvggja hverjum íbúa landsins bráðustu lifsnauð-
synjar sínar.
2. Stjórnmálin og þjóðfélagsstefnurnar þrjár. Getið var (i
niðurlagi 11. gr. XVIII. kafla) um þær þrjár meginstefnur í
þjóðfélagsmálum, einstaklingshyggju, samvinnustefnu og
sócialisma, sem nú eru efstar á baugi. Virðist hver þeirra liafa
sinn skilning á því, í liverju bið félagslega og pólitíska rétt-
læti sé fólgið, og skal nú vikið að þessu nokkru nánar, því að
þar er einnig um öryggi almennings að ræða.
Þvi verður naumast neitað, að einstaklingshyggjan hefir
með einkaframtaki sínu og frjálsum atvinnurekstri, þrátt
fyrir alla þá agnúa, sem á honum kunna að vera, leitt af sér
þær miklu framfarir á því nær öllum sviðum, er orðið bafa
á siðastliðinni öld og það, sem af er þessari. A hinn bóginn
hefir hún með stóriðjunni valdið þeirri miklu andstæðu, sem
orðið hefir milli auðvalds og örbirgðar. Og fyrir samkeppni
sina og skipulagslausu framleiðslu hefir bún alltaf öðru hvoru
valdið kreppum og fjárhagslegu hruni. En einhvern veginn
hefir það farið svo í flestum lýðræðisríkjum, þrátt fyrir al-
mennan kosningarétt og kjörgengi, að liinar æðri og auðugri
stéttir bafa liaft töglin og liagldirnar, ekki einungis á fram-
leiðslunni, sem auðskilið er, beldur og á þjóðþingum og, oft-
ast nær, i stjórn landanna, sennilega af því, að þær böfðu
auðvaldið sín inegin. Því hafa hinar efnaminni vinnandi
stéttir iðulega orðið að sækja lög sín og rétt í hendur hinum
æðri stéttum með góðu eða illu, og þá ýmist með verkföllum