Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 18
16
skiptastöð, þar sem verzlað var með náðarmeðul kirkjunnar,
seld syndafyrirgefning fyrir drýgðar syndir sem ódrýgðar.
í stað þess að fylgja fordæmi Jesú Ivrists, að fara um og
gera gott, líkna og liugga og fullvissa menn um, að þeir geti
sjálfir snúið til betri vegar og áunnið sér siðgæðið hið innra,
hefir kirkjan lengst af talið mönnum trú um, að þeir af eigin
rammleik væru einskis góðs megnugir og að kirkjan ein hefði
vald til þess að leysa og binda.
Ég hygg, að bór verði menn, jafnt kristnir sem aðrir, að
fara að snúa alveg við blaðinu. í stað trúarlegs víls og vols
og þeirrar bugsunar, sem viðgengizt befir um allar miðaldir
og raunar allt fram á síðustu öld, að menn frelsuðust aðeins
fyrir náðina og trúna, ættu menn nú að taka upp annan sið
og örva til göfugrar siðferðilegrar framsóknar, sem einmitt
ætti að vera í anda fjallræðunnar, um veginn til sannleika
og lífs, en eklci í anda Páls og Augustíns um syndina og dauð-
ann og fánýti allrar mannlegrar viðleitni. Vilji kirkjan eiga
nokkra framlíð fvrir sér, verður hún að losa sig úr viðjum
úreltra gyðinglegra.hugmynda og reyna að lifa eftir kenning-
um og siðalærdómi Jesú Krists einum saman.
12. Veraldleg siðfræði. Það er yfirleitt illa gert að koma því
inn bjá mönnum, hvort heldur er ungum eða gömlum, að
þeir séu til engra góðra hluta færir og að þeim sé um megn
að siða sjálfa sig svo, að þeir geti orðið að sönnum og góð-
um mönnum, enda er ekki til neins nú orðið að telja fólki
trú um slíkt. Svo margir góðir menn og mikilbæfir bafa fæðzt
á þessari jörð bæði í heiðni og kristni, og svo mildar fram-
farir liafa orðið meðal manna, einkum siðan vísindin fóru
að láta til sín taka, að þessu verður eklei lialdið fram lengur.
Miklu fremur ætti að benda á hitt, að siðgæðið eins og allt
annað í heiminum muni geta þróazt smátt og smátt og ein-
mitt fyrir tilstilli og vaxandi siðavit mannanna sjálfra. Það
voru Forn-Grikkir, sem fyrstir komu auga á þetta og sýndu
fram á, hvernig menn með hófstillingu, hugprýði og góðum
vilja, réttlæti og velvild gætu náð fram til æðra og betra lífs.
Það er þetta, sem og verður revnt að sýna fram á í því,
sem hér fer á eftir. En þá ber auðvitað fvrst að byrja á þvi
að spvrja, hver sé binn eiginlegi uppruni siðferðis vors, siða-
dóma og siðferðislmgmynda.