Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 45
43
ber um langan aldur menjar stríðsins í hrundum rústum stór-
borganna og evðileggingu flestra stórra framleiðslutækja.
Það hlýtur að vera meira en lítið bogið við þær kenningar
og þann tíðaranda, er valdið Kefir slíkum hörmungum, er
evða lífinu og tortima öllum verðmætum þess, í stað þess
að tryggja það, fegra það og göfga. Hljóta því að vera til ein-
bver önnur verðmæti og aðrar starfsaðferðir, er Ieiða lil holl-
ari og göfugri markmiða.
16. Önnur leiðarljós. Samkeppni eða samvinna? Ég liefi á
öðrum stað og í öðru sambandi lýst því, hvað gott og illt
metnaður, kapp og harátta getur haft í för með sér1), og
mætti þó lýsa því með enn sterkari og dýpri litum, svo sem
hörmungum þeim, sem þessar tvær heimsstvrjaldir hafa hafl
í för með sér. En hér skal aðeins að því vikið, að það er lífs-
nauðsvn liverju þjóðfélagi að draga úr stéttabaráttu sinni, en
greiða fremur fyrir samúð og samtökum til almenningsheilla.
Ef menn í stað sjálfshvggju tækju sér samúð, í stað sam-
keppni samvinnu og í stað stéttabaráttu sameiginlegan áliuga
á alþjóðarheill að leiðarljósum, þá myndi horfa friðvænlegar
en nú í hverju þjóðfélagi, og þá myndum vér ekki vera jafn-
fjarri því og nú að nálgast siðferðilegt samræmi í lífi voru og
starfi. Þá myndu þjóðfélögin liætta að vera þau grímuklæddu
ræningjafélög, sem þan nú tíðast eru, þar sem hver reynir
sem mest að skara eldi að sinni köku og troða skóinn niður
af náunga sínum og keppinaut, en samhjálp og sameiginleg
viðleitni allra myndi koma í þess stað.
En er þetta mögulegt? — Er það hugsanlegt, að hreyta megi
nianneðlinu svo, að samhjálp og sameiginlegur ábati komi
í stað samkeppni, og friðsamlegt samstarf stéttanna að al-
þjóðarhag komi í stað stéttabaráttunnar? Ekki þarf beint
að brevta manneðlinu til þessa, því i hvers manns sál dylst
bæði sérplægni og ósérplægni, eigingirni og góðvild; en lil
þessa þarf að breyta bæði uppeldinu og félagsandanum lil
hins betra, og þá einkum í þá ált, að það sé talin hin mesta
sæmd hvers manns að vinna sem hezt að ahnannaheill, jafn-
framt og hann sér sjálfum sér og sínum farborða. Ef metn-
aður manna eftirleiðis yrði hvað mest i þessu fólginn, jafn-
hliða réttsýni bæði gagnvart meðstarfsmönnum og keppinaut-
um, þá vrði þess elcki langt að bíða, að félagslífið tæki gagn-
gerðum breytingum til hins betra og færðist i friðvænlegra
horf.
1) Sbr. Almenna sálarfrœði, II. útg., 299. grein.