Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 160
158
þeim. „1 iýðræðisríki er hægt að skipta um stjórn án þess
að grípa til byssunnar," segir hann. Beveridge vill ekki refsa
þeim, sem eitthvað liafa lagt fyrir, með því að svipta þá rétt-
inum lil hóta, t. d. vegna atvinnuleysis eða sjúkdóma, þótt
þeir gælu séð sér farborða án þeirra. Hann telur, að það
mvndi vinna gegn sparnaðarviðleitni af hálfu hins mikla
fjölda, sem hýr við ótrygg kjör. Svipað er að segja um ómaga-
styrki, er hann vill að séu greiddir án tillits til efnahags. Hann
bendir á, að fólk með ábyrgðartilfinningu vilji ógjaína eiga
fleiri hörn en það geti komið til manns. Því sé rétt að örva
þetta fólk til þess að eignast hörn með því að greiða ómaga-
styrki. Það muni hæta kvnið. — Þessi atriði skulu látin nægja
til þess að lýsa viðhorfi hans.
Beveridge-áætlunin hefir vakið mikla athygli hér á landi
eins og annarsstaðar. Það er því ekki úr vegi, að rifjað sé
upp, hvar vér íslendingar erum á vegi staddir í þeim mál-
um, er varða félagslegt öryggi, og samanburður gerður milli
þess öryggis, sem Beveridge-skipulagið mvndi veita, og þess
öryggis, sem íslenzku alþýðutryggingarnar veita.
Sjúkratryggingin nær hér aðeins til um helmings þjóðar-
innar. Sjúkrahúsvistin er [var] greidd takmarkaðan tima.
Greiðslan fvrir læknisþjónustu er töluvert takmörkuð. T. d.
eru tannlækningar ekki greiddar; greiðsla fyrir Röntgen-
mvndir, ljóslækningar og sérfræðinga aðstoð eigi nema að
litlu leyti, og lyfjagreiðslur takmarkaðar. Loks eru engir dag-
])eningar greiddir vegna sjúkdóma, eða þá mjög óverulegir.
Þess skal þó getið, að ríkisframfærsla sjúkra manna og ör-
kumla stendur straum af sjúkrahúsvist vegna nokkurra al-
varlegra og langvinnra sjúkdóma.
í tillögum Beveridges er gert ráð fyrir greiðslu á öllum
kostnaði, er leiðir af sjúkdómum, hverjir sem þeir eru og
meðan þörf krefur. Auk þess séu greiddir vikupeningar, er
nemi verulegri upphæð, ótakmarkaðan tíma. Enn fremur er
gert ráð fvrir, að einn liðurinn í lækningunum sé fólginn i
því að gera sjúklinga hæfa til nýrra starfa, ef sýnt þykir, að
þeir muni ekki verða færir um að stunda fvrri atvinnu sína,
en þó til nokkurs líklegir.
Slysatryggingin hér nær aðeins til nokkurs hluta vinnu-
slysa, því að margskonar atvinnurekstur er ekki tryggingar-
skyldur. Hún nær ekki heldur til neinna slvsa, er eiga sér
stað af öðrum orsökum en við vinnu. Sjúkrahjálpin er [var]