Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 169
167
1918 og fram í janúar 1933, veit ég ekki til, að forráðamenn
þess eða þing þvrði nokkuru sinni að þjóðnýta atvinnuvegi
iandsins. Aftur á móti var flest allt þjóðnýtt í Rússlandi 1917,
upp úr bvltingu bolshevíka, enda var allt þar í kaldakoli, at-
vinnuvegir og annað, sérstaklega þó iðnaðurinn, eftir heims-
styrjöldina fyrri, en miklar auðlindir orku og hráefna alstað-
ar í jörðu, og hverjum stóð þá nær en stjórninni að hagnýta
þær og nota vinnuaflið í landinu? En sagt er, að hæði Lenín
og Stalin hafi iðrað þess, hversu hart var gengið að bænd-
um, er menn tóku að hrekja þá frá búum sínum eða ræna
korni þeirra og uppskeru. Og um hvað stóð styrinn milli
Stalins og Trotzkys annað en það, að Stalin vildi byggja upp
landið, en Trotzky vildi gera hyltinguna að útflutningsvöru
og útbreiða Iiana uin heim allan? Annars eru fregnirnar, sem
frá Rússlandi herast um ástandið þar, svo gerólíkar, að ekki
er unnt að skapa sér neina rökstudda skoðun um það, og því
skal ekki frekar út í það farið hér.1) Vel má vera, að Rúss-
um takist að reisa þjóðfélag voldugt og stórt á sócíalistisk-
um grundvelli; en tæplega hefir þeim þó enn tekizt, eftir því
sem hækur herma, að veita hinum vinnandi stéttum sínum
jafn-góð kjör og þær liafa víða annarsstaðar, t. d. i Randa-
ríkjunum; lífið í Rússlandi liefir auðvitað sina rétthverfu og
ranghverfu, eins og víða annarsstaðar, en hvorutveggja er
lýst í bókum þeim, sem vísað var til. Vísast því til þeirra um
ástandið. — En hitt vitum vér, að á Norðurlöndum, einkum
i Svíaríki og Danmörku, liafa sócíalistiskar stjórnir setið að
völdum nú um langt skeið undanfarið og hefir þó aldrei á
því hólað, að þær liafi hvort heldur viljað eða þorað að inn-
leiða ríkissócíalisma eða þjóðnýtingu atvinnuveganna í lönd-
um sínum, heldur virðast þær hafa unað bæði þingbundinni
konungsstjórn og einkaframtaki í atvinnuvegum hið bezta;
en á hinn bóginn unnið kappsamlega að ágætri trvggingar-
löggjöf, sem vér meðal annarra höfum tekið til fyrirmvndar.
Og það sem meira er, og menn vart myndu liafa trúað fyrir
svo sem 10—15 árum, þessir sócíalistisku ráðherrar hafa hvað
eftir annað séð sig knúða til, síðan heimskreppan skall yfir
árið 1929 og ýmsir framleiðslu- og viðskiptaörðugleikar komu
til sögunnar, ekki einungis í heimsviðskiptum, heldur og engu
síður i heimalöndunum sjálfum, að koma í veg fyrir bæði
1) Sjá: H e w 1 e 11 J o h n s o n : Undir ráðstjórn, Rvk. 1942; S o 1 e n o -
witsch: Hlekkjuð ])jóð, Rvk 1942, en þó einkum Maurice Hindus:
Read bread og Russia fights on, Collins 1942.