Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 43
41
14. Hin siðferðilega skapgerð. Ef vér nú hugleiðum enn einu
sinni, hvað felst í einkadyggðum þeim, er nefndar voru, hóf-
stillingunni, hinni siðferðilegu hugprýði og hinum góða vilja,
er ástundar það eitt, er hann telur rétt og gott; og ef vér enn
frerriur hugleiðum, livað felst í svonefndum félagsdyggðum,
ráðvendni, réttlæti, góðvild og kærleika, ])á sjáum vér, að
dyggðir þessar eru liin æskilegásta uppistaða í þróttmikla
og góða siðferðilcgá skapgerð. Enda hefði ekki síendurtekin
reynsla manna og speki aldanna lialdið svo fast við dyggðir
þessar, sem raun varð á, ef þær hefðu ekki þótt siðferðilega
mikils virði.
Og væri það ekki i raun réttri sannur, góður og mikill
maður, sem kynni að stilla öllum fýsnum sínum og girndum
í hóf, liefði fullkonma skapstillingu og svo mikla skapfestu
og siðferðilega hugprýði til að hera, að hann færi því einu
fram, er hann teldi satt, rétt og gott, en sýndi sig að ráð-
vendni, réttlæti og góðvild í garð annarra? — Vissnlega! Og
mvndum vér ekki telja þann mann því sem næst heilagan,
sem auk þess sýndi sig að mannkærleika, fórnfýsi og mis-
kunnsemi og gæti jafnvel lagt lífið i sölurnar fvrir málstað
sinn, ef því væri að skipta? — En — hversu margir eru þeir,
sem sýna sig að öllum þessum mannkostum? Þeir eru sára-
fáir! Vér þykjumst góðir, ef vér aðeins getum tamið oss
nokkrar þessara dyggða og farið að einhverju litlu leyti
eftir siðferðishugsjónum vorum, en eigum oftast langt í
land til þess að ástunda fullkomið siðgæði. Því er sem
er, að heimurinn er ekki hetri en Iiann er. En livað veldur
þessu?
15. Siðferðileg tregða og röng markmið. Fyrst er það, að
andinn er að sönnu reiðuhúinn, en holdið er veikt, en i því
húa margskonar hvatir og lilhneigingar, sem jafnan eru reiðu-
búnar að risa gegn öllu því, er virðist varna því, að þær fái
sér fullnægt. Þvi er svo áríðandi að spekja holdið og temja
sér hófstillingu. I öðru lagi eru menn svo hræðslugjarnir, að
þeir þora ekki að rísa gegn almenningsálitinu, trú, lögum
eða siðum, þótt þeir þykist vita með sjálfum sér, að annað
sé réttara og hetra. Þvi verða menn að temja sér siðferðilega
hugprýði. Og í þriðja Iagi, þótt menn hafi allan vilja á því
að brevta rétt, þá eru þó flestir svo, að þeir tigna guði sam-
líðar sinnar, verðmæti ]>au, sem hezt eru talin og mest á loft
haldið; en þella eru þo oft falsguðir einir eða þá stundleg
verðmæti, sem aðeins leiða til hins verra eða þess, sem sízl
6