Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 68
66
manna svo hræddur við almenningsálitið, að þeir þora alls
ekki að rísa gegn því, hversu rangsnúið og tiltektarsamt sem
það kann að vera. Það er um að gera að vera sem fólk flest
og stinga ekki i stúf og þá lielzt að haga sér eins og fólk af
skárra taginu, en úr þessu verða einatt fleðulæti fyrir þeim,
sem ofar eru settir eða eiga eittlivað undir sér. Allt ber þetta
vott um ósjálfstæði. En svo kemur liugleysið fram í öðrum
enn lakari myndum, einkum ef eitthvað leiðinlegt kemur fyrir.
Þá segja menn iðulega: „Gott var, að ég var ekki þar; þar er
enginn kenndur, sem hann kemur ekki!“ — Eins eru menn
fljótir til þess að áfellast aðra og dæma þá, ef eitthvað ber
út af, en þá kemur meinfýsin upp í þeim: „Honum var nær!
honum er þetta mátulegt!“ — En hvergi kemur þó hið sið-
ferðilega liugleysi betur í ljós en þegar einhver er borinn
röngum sökum. Þá eru það afar fáir, er þora að ganga
fram fyrir skjöldu. Það eru rétt einstalca menn, er hafa þá
siðferðilegu hugprýði iil að hera, að þeir þori að taka máli
þess, sem er ranglega borinn sökum, eins og t. d. Zola í
Dreyfus-málinu alræmda og Upton Sinclair út af dómsmorð-
inu í Boston. Frekar þola menn það, að menn séu dæmdir
selcir og fluttir til Djöflaeyjar eða teknir beint af lífi en að
réttlætið sigri, ef málstaðurinn er óvinsæll. Því hafa svo mörg
dómsmorð verið framin i heiminum, og því er það, að sið-
gæðið á svo örðugt uppdráttar. Það, eru fleiri en Gyðingar,
sem lieimta Jesúm krossfestan, en ITarrabas lausan.
9. Ofstopi og ójöfnuður. Eins og hræðslugirnin getur af sér
kvíða og beyg og siðferðilegt hugleysi, þannig getur reiði-
girnin af sér ofstopa og ójöfnuð einstakra manna, floklca og
stétta, og þarf ekki annað en vísa til íslendingasagna um það,
eins og' þegar Hrolleifur særði lánardrottin sinn, Ingimund
gamla, holundarsári eða Eiríkur rauði vá víg á víg ofan, þang'-
að til hann varð að flýja land; eða sagnirnar af Víga-Glúmi
o. fl. Þegar þessi ofstopi og ójöfnuður tengist valdafíkn og
drottnunargirni, þá kevrir fyrst um þverbak, sbr. Sturlunga-
öldina hjá oss og valdastreituna í Noregi á dögum Skúla jarls
og Hákonar konungs. Og þá getur það einkennilega komið
fyrir, að hræðslugirnin tengist hræsni og undirferli, en læ-
vísin drottnunargirninni eins og átti sér stað í sál Nikulásar
hiskups, sem skv. túlkun Ibsens er eitthvert hið lævísasta
kvikindi, er skriðið hefir á guðs grænni jörð.1)
1) Sbr. Konungaefnin eftir H. Ibsen.