Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 48
46
Grikkjum, en í miklu þrengri merkingu en síðar varð. Ein-
staka spekingar, eins og Plató, lögðu og mjög mikla áherzlu
á réttlætið og liugsjón liins góða. En eftirmaður lians, Aristó-
teles, bætti þó sanngirninni við og sýndi yfirleitt, í hverju
dyggðin væri fólgin. Góðvild og mannúð koma fyrst verulega
til sögu í kenningum Stóumanna, en kærleikur og miskunn-
semi í siðalærdómi kristindómsins, en í menningarlöndum nú-
tímans her hvað mest ó svonefndum samlífsdyggðum.
Að öllu þessu hljótum vér nú að gefa nánari gaum, ef vér
viljum sjá og sannfærast um, að siðgæðið, þótt hægt fari,
sé að reyna að brjóta sér braut í heiminum. Af sögunni mun-
um vér sjá það, að dyggðirnar eru að nafninu til hinar
sömu og þær voru í fyrstu, en inntak þeirra dýpkar og um-
tak þeirra vex, eftir því sem menningunni fer fram og hún
verður fjölþættari. Af því síðarnefnda leiðir og, að vér kom-
um auga á ýmsar aðrar dyggðir, svonefndar samlifsdyggðir,
sem eru félagslífi manna nú ekki síður nauðsynlegar en hinar
fornu dvggðir þóttu þá. En hvort tveggja mun sannfæra oss
um, að siðgæðið er fvrir öllu, ef lifinu i þessum heimi og á
jjessari jörð á að fara fram, en ekki aftur.
Vér munum riú í köflum þeim, sem hér fara á eftir, gera
nánari grein, sögulega og sálfræðilega, fyrir mannkostum
þeim, er vér nefnum dyggðir. Mun j)á jafnframt reynt að
sýna fram á, hvernig þær Iiafa smám saman öðlazt fínni,
dýpri og' víðtækari merkingu en þær höfðu i fvrstu, enda
ólíku vandasamara að rælcja jiær nú en þá, er lífið var að
öllti óbrotnara en nú. Við allt þetta verða menn ]>ó að hafa
hugfast, að dvggð og dvggð á ekki saman nema nafnið; sú
dyggð, sem er eintóm varajátning eða fagur, en svikull ásetn-
ingur, er ekki nema nafnið tómt. En sú dyggð, sem veldur
hugarfarsbrevtingu og kemur fram í hreytni mannsins og at-
höfnum, er á góðum vegi með að verða jiað, sem hún á að
verða. Þó er lnin naumast orðin fullkomin, fyrr en hún er
runnin manninum i merg og hlóð, orðin svo að segja að liold-
grónnm vana.