Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 28
26
getur orðið árangur þessarar baráttu. Ég get verið huglaus
að upplagi, en tamið mér hugdirfð, sem endar á hugprýði.
Hvort baráttan, sem á undan er gengin, er meiri eða minni,
kemur ekki sjálfri dyggðinni við, þótt ég á hinn bóginn við-
urkenni, að einn maður hafi sýnt meira þrek og viljafestu en
annar. Og þessi viljafesta getur verið lofsverð út af fyrir sig,
en hún er samt sem áður annað en dyggðin sjálf, sem um
er rætt í það og það sinnið. Viljafestan framleiðir dyggðina
og gerir liana að vana, og hún rekur erindi skjddunnar, með
því ásamt henni að berjast gegn liinum andstæðu hvötum,
svo lengi sem þær láta til sín taka.
Mikið hefir og verið rætt um sambandið milli skyldu og
dyggðar. Sumir liafa iialdið því fram, að þetta væru aðeins
tvær hliðar á því sama. Skvldan lýsti sér í hinni hlutrænu
framkvæmd þess, sem gera bæri, en dyggðin væri hin hug-
ræna hlið þess. Þó verður því ekki neitað, að dyggðin nær
lengra en skyldan og er henni æðri, þar sem hún er orðin að
ljúfum og góðum vana, en skvlduskeiðið með óþægindum
sínum og baráttu við andstæðar hvatir er að balci og á enda
runnið; þá er dvggðin orðin eins og annað eðli manns og
kostar ekki neina baráttu lengur. Hafa menn reynt að sam-
eina sjónarmið Ivants og Aristótelesar með þvi að segja, að
það séu verðleikar slcyldunnar, að ávinna sér samræmið í sál
sinni, en dvggðin sé sjálft samræmið, sem áunnizt hefir.
(Dewey: Studv of Ethics, p. 133).
Þó er við þetta það að atliuga, að dyggðin getur bæði verið
iqipbafleg og áunnin. í fyrra fallinu kostar liún sama sem
enga baráttu, í síðara fallinu meiri eða minni baráttu. Vér
segjum, að skírlífi, liófsemi og réttlæti séu dyggðir, þótt þær
séu meira eða minna í eðlið bornar. Og vér teljum gestrisni,
eðallvndi og miskunnsemi dyggðir, þótt þær séu meira eða
minna áunnar fvrir fordæmi það, sem maðurinn hefir haft
í uppeldi sínu. Réttast inun að segja, að dyggðin geti komið
bæði á undan og á eftir skyldunni og geri það, sem lofsvert
er, af fúsum og frjálsum vilja; en að skvldan tákni meiri eða
minni baráttu við andstæðar hvatir, og að það þyki áfellis-
vert, ef menn ræki liana ekki að einhverju eða öllu leyti.
Hitt er og eftirtektarvert, að það þykir ekki einungis lofsverl,
lieldur og launavert, ef menn skara fram úr að dyggðum, því
að dvggðin er góður vani, sem lýsir sér í tryggð og trúfesti við
liugsjónina, liver sem hún kann að vera.