Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 178
176
að í því liafi liver þjóð lifað sínu lífi, óáreitt af öðrum. Og'
svo ætti það að vera. Því að hver þjóð, stór eða smá, hefir
jafnan rétt til þess að fá að lifa í friði fyrir öðrum. Dverg-
urinn er maður jafnt og risinn, og lítið lýðveldi (eins og
Sviss) er ekki síður fullvalda en hið voldugasta konungsríki.
Hvert ríki fvrir sig á því að fá að njóta frelsis síns og sjálf-
stæðis og' á elcki að vera háð vilja eða gjörræði neinna ann-
arra ríkja. De Vattel gerir greinarmun á lögum náttúrunnar
og' lögum mannanna. Samkvæmt náttúrunnar lögum mega
menn aðeins fara í strið af þrem ástæðum, til þess að verja
land og þjóð, ef á það er ráðizt, til þess að ná sér niðri fyrir
beðið tjón og til hefnda fyrir blóðugar misgerðir. En frá
mannlegu sjónarmiði má lita svo á, sem livor stríðsaðili hafi
meiri eða minni réttmætar ástæður til friðrofa. Hann neitar
því harðlega, að þjóðin sé á valdi þjóðhöfðingjans um stríð
og frið, en heldur því fram, að þjóðin eða einhver hluti henn-
ar, þjóðþingið, eigi að ráða fvrir stríði og friði.
Það, sem de Vattel og Grotius sást yfir, var, að þjóðirnar
eiga hin margvíslegustu mök liver við aðra, er jafnan geta
orðið að misklíðar- og ófriðarefni, og að því beri mönnum,
ef þeir vilji forðast ófrið og styrjaldir, að róa að því öllum
árum að semja alþjóða lög og reglur, sem unnt sé og jafnvel
skylt að fara eftir, áður en til friðslita koini, ennfremur regl-
ur um meðferð og friðhelgi særðra manna og sjúkra í ófriði
og' loks bönn gegn ólevfilegum hernaðaraðferðum.
3. Sendiherrar og sendiráð. Frá því á 16. öld hefir það verið
föst venja meiri liáttar ríkja að hafa sendiherra og sendiráð
hvert lijá öðru til þess að gefa gætur að, hverju fram fari
stjórnmálalega og' hagfræðilega í hverju ríkjanna fyrir sig'
og gefa stjórnum sínum skýrslur um það og annað, er liags-
muni heimaríkisins kynni að varða; ennfremur að vinna að
öllum viðskiptum milli ríkja þessara og lieimalandsins, og'
loks að annast allar samningagerðir milli þess og ríkja þeirra,
er þeir höfðu aðsetur í eða voru sendir til, allt undir umsjá
utanrikismálaráðuneytisins í sinu eigin landi. Ennfremur áttu
sendiherrar þessir og sendiráð að liafa vakandi auga á því,
hvort friðvænlega eða ófriðvænlega horfði i hinum ýmsu
löndum og gera stjórnum sínum aðvart um ])að. Enginn vafi
er á því, að þetta hefir á ýmsan iiátt aukið og eflt samskipti
þjóðanna. En á hinn hóginn má ekki loka augunum fvrir þvi,
að þessir sendimenn ríkjanna eru nokkurskonar löggiltir
spæjarar liver á sínum stað, og að þeir geta, eftir því sem