Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 140
138
í dag, þarf ekki að vera það síðar, því að bæði sjónarmið
manna og lagareglur breytast frá einum tíma til annars. Og
svo er til annað og meira réttlæti en það beint lagalega. Þvi
mun fræðilega rétt að greina á rnilli hins lagalega rétt-
1 æ t i s eða þess, er lögin áskilja, og hins félagslega rétt-
lætis eða þess, er lýtur að skiptingu lífsgæðanna og afstöðu
stétta þjóðfélagsins hverrar til annarrar, og svo loks þess,
sem nefna mætti hið siðferðilega réttlæti, sem að
vissu leyti er undirrót og uppgönguauga liins lagalega og fé-
lagslega réttlætis, stefnir oft bæði dýpra og hærra en áður
tíðkaðist, og finnui* þá einatt ný verðmæti, er menn hafa ekki
áður komið auga á, og fellir með því hin eldri að nokkru úr
gildi. Samt sem áður verður að telja þann mann réttlátan,
er jafnan hrevtir svo, sem hann sjálfur veit réttast, sann-
ast og bezt, þótt það komi ekki alveg heim við hinar al-
mennu réttlætishugsjónir manna.
7. Lagalegt réttlæti. Skipta má réttinum i allsherjarrétt (jus
piiblicum) og einkarétt (jus privatum). Allsherjarrétti má
aftur skipta í alþjóðarétt, sem nú er í þann veginn að verða
til (sjá XX. kafla) og ríkisrétt einstakra þjóða og landa; en
hann greinist aftur í stjórnlagarétt og stjórnarfarsrétt, og
undir hið síðarnefnda heyrir réttarfar og annað. Einkaréttur
skiptist í persónurétt, sifjarétt, erfðarétt, fjármunarétt o. fl.
og ræðir meira eða minna um réttindi manna og' samskipti
þeirra í þjóðfélaginu. En þau mál, sem aðallega koma til
álita fvrir dómstólum, eru svonefnd einkamál, 1 ög-
reglumál og sakamál. Einkamál eru það talin, þá
er málareksturinn kemur málsaðilum einum við. Einn ein-
staklingur stefnir þá öðrum einstaklingi, félagi, sveit eða ríki
sem réttarpersónu, og getur misklíðarefni verið hið margvís-
legasta, samningsrof einhverskonar eða vanskil, sem stefnl
er fyrir, ærumeiðingar, yfirgangur eða jafnvel ofbeldi og lik-
amlegir áverkar. Ber dómara þá að leggja dóm á misklíðar-
efnið, sýkna stefnda eða sakfella og dæma þá stefnanda það,
sem honum her, skv. gerðum samningum eða lögum. Þá getur
dómari og dæml ummæli dauð og ómerk; dæmt í sektir fyrir
ósæmilegan málflutning og jafnvel í varðhald, ef sekt er
ekki greidd. — Hefjist valdstjórnin lianda, er það venju-
legast út af brotum á velsæmi eða á einhverri grein lögreglu-
samþykktar, og varða hrotin venjulegast fésektum eða varð-
haldi, ef sektin er ekki greidd á tilteknum tíma. — í saka-
málum er það réttvísin, sem hefst lianda gegn sakborn-