Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 198
196
hugsa, að þessi sorgarleikur kunni að endurtaka sig sí og æ,
ef þessum 60—70 fullvalda þjóðum í heiminum lielzt það
uppi að fara í stríð, þegar þeim sjálfum sýnist, og ganga svo
sem þær geta á réttindi annarra þjóða.
Því er það ljóst, að nú er aðeins um tvennt að velja og að
vér verðum að kjósa annanhvorn kostinn: annaðhvort
verðum vér að halda hugmyndinni um hin sérstöku og sjálf-
stæðu fullvalda ríki, — en það leiðir jafnan til árekstra og
stríðs við aðrar þjóðir, — eða vér sannfærumst um, að vér
með allsherjar samveldi allra lýðræðisrikja getum trjrggt
oss varanlegan frið.
4. Friður, sem enginn friður var. Þau 20 ár, sem vér lifðum
milli þessara tveggja heimsstyrjalda, þráðum vér ekkert frek-
ar en áframhaldandi frið. Vér vorum við því búnir að að-
hyllast hverja þá lausn á livaða vandamáli sem var, ef liún
aðeins steypti oss ekki í ófrið.
Þannig þoldum vér það, að farið var með milliríkjasamn-
inga eins og þeir væru ómerkilegir pappírslappar, því, hefð-
um vér lialdið 'fram helgi þeirra, Iiefði það þýtt stríð. Og
hræsnisfullir lokuðum vér augunum fyrir liverri hernaðar-
árásinni á fætur annarri. Og vér umbárum það jafnvel að
vera sviknir, rægðir og níddir — einungis til þess, að friður
héldist.
En víst er um það, að ef lýðræðisríkin hefðu verið fús til
að fórna 10000 manns til þess að bjarga Abessiníu undan
árás ítala, 20000 manns til þess að forða því, að Þjóðverjar
ásamt ítölum tildruðu upp hálfgerðu leppríki á Spáni, og
liefðu þau þorað að leggja til 50000 manns til þess að forða
því, að Þjóðverjar vigbyggju Ruhrhéraðið aftur, þá hefði ekki
verið nauðsynlegt nú fyrir England og Bandarikin að bjóða
út öllum herafla sínum og evða hundruðum milljóna punda
og dollara í allsherjar stríð.
Öll þau heimskupör, sem stjórnir lýðræðisríkjanna hafa
ýmist framið eða þolað síðustu tvo áratugi, voru réttlætt með
því, að friðurinn væri fyrir öllu, og aðeins með því að láta allt
gerræði einræðisríkjanna viðgangast, vrði hinn dýrmæti friður
varðveitlur. En þessi friður var enginn friður, heldur aðeins
vaxandi undanfari allslierjar-ófriðar. Véi’ fylgdum engri fastri
stefnu, engri hugsjón, engu markmiði, nema þessu eina að
forðast stríð. Því að frið vildum vér fyrir livern mun liafa. Og
svo kom stríðið, þegar hinir þóttust tilbúnir og færir í allan
sjó.