Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 144
142
90% þessara „forhertu glæpamanna" séu „óforbetranlegir"
og því sé ástæðulaust að ætla, að þeir fari batnandi við nokkra
hegningu. Þeir eigi því frekar heima á vinnuhælum en í hegn-
ingarhúsum.
Loks hefir E. Pilcher nýverið (eða um 1930) reynt að
ákveða sambandið milli ýmissa sálsjúkdóma á annan bóginn
og afbrota á hinn bóginn með því að athuga 5 glæpamanna-
hæli ýmissa tegunda. Bjó hann síðan til töflu yfir þetta, sem
birt er á bls. 189 í riti Kinbergs.
En skv. töflu þessari er fæst af svonefndum tvílyndum
mönnum (maniac-depressiv) meðal glæpamanna eða aðeins
ö.4%. En flest af hugklofa mönnum (schizophren) eða allt
að (51.2%. Næst koma vangefnir (oligophren) með 12.5%,
þá ofdrykkjumenn með 7.2% og loks sálsjúkir (psychopaths)
með (5.6%.Þannig eru hér um bil 75% allra afbrota sál-
sjúkra manna framin af. svonefndum liugklofa mönnum,
að meðtöldum þeim, sem haldnir eru allskonar firrum og'
þeim, sem eru svo vangefnir, að þeir gera sér litla eða
enga grein fyrir gerðum sínum og athöfnum. En flestir eru,
að lítl rannsökuðu máli, dæmdir fvrir afbrol, sem þeim
á að vera algerlega sjálfrátt um. Sjá menn nú ekki, að það
er eitthvað meira en lítið hogið við slíkt „lagalegt réttlæti“?
Væri ekki nema rétt og sjálfsagt, að liegningarlögin væru
endurskoðuð frá þessu sjónarmiði og dómendum gert að
skyldu að láta rannsaka sakborninga nákvæmlega af þar til
hæfum mönnum, áður en „réttvísin" kveður dóma sína upp
vfir þeim og sakfellir marga þeirra, er ættu að vera ósalc-
bærir. Kemur liér enn að því, að „sunimum jus“ er oft „summa
injuria"! —
9. Hið félagslega réttlæti. Hinu félagslega í'éttlæti er ætlað
að bæta úr og jafnvel helzt að girða fvrir misrétti það, sem
einatt á sér stað milli einstaklinga og' stétla í þjóðfélagslífinu.
En sé það örðugt og stundum lítt mögulegt, meðal annars
fyrir skort á rannsókn eða sönnunargögnúm, að leiða hið
sanna í ljós fyrir dómstólunum, þá er enn örðugra að koma
á félagslegu réttlæti, svo nokkru neini, og því nær ómögulegt
að lialda því við, nema þá rétt um stundarsakir. Þjóðfélags-
lífið er sífelldum breytingum undirorpið, ekki einungis eftir
árferðí og veðurfari, heldur og fyrir sifelldar breytingar á
atvinnuháttum og afkomumöguleikum, verzlun og samgöng-
1) Sama rit, p. 190.