Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 264
262
sér þetta. En staðreynd er, að bæði sólir, tvísólir og þrísólir
og einstaka sólkerfi eru orðin til. En þar sem sólkerfi hafa
orðið til, hafa reikistjörnurnar orðið til með þeim hætti, að
stærri eða minni flögur hafa flagnað utan af sólunum fyrir
aðdrátt annarrar nálægrar sólstjörnu, vafizt saman og farið
að hringsóla sem smærri hnettir um sína eigin sól, en á ein-
staka reikistjörnu, eins og t. d. Jörðunni, hafa hæði líf og
andi getað þróazt undir áhrifum sólar. En þótt sólirnar evð-
ist daglega fyrir sjónum vorum, hefur lífið sig upp á við,
meðan það má, á jarðstjörnum þessum og hagnýtir sér æ het-
ur og betur orku þá, sem tiltæk er. Og hver veit nema geisla-
orka sólnanna snúist aftur upp í efni og myndi þá æðri og
fegurri heima en áður voru til.1) En hér er það víðast hvar
svo, að orsökin samsvarar árangrinum (causa aequat effect-
um).
7. Jarðlífið. Hinir dimmu jarðarhnettir, reikistjörnurnar,
voru eitt sinn glóandi, er þeir slöngvuðust fyrst út frá sólu,
en svo smákólnuðu þeir, og því fljótar, sem þeir voru fjær
sólu, mynduðu jarðskorpu, skipting láðs og lagar og jafn-
vel lofthvolf utan um sig. Af þeim níu reikistjörnum, sem
snúast utan um sól vora, er ekki nema ein byggileg, Jörðin,
enda hefir hún smám saman framleitt líf og gróður og að
lokum sérkennilega menningu.
Eins og menn vita, gætir flestra frumefna meira eða minna
ó jörðu hér. Ein 2 þeirra eru enn ófundin. Prumefnin mynda
fjölda samsettra efna, lifræn og ólífræn. Ólífræn eru þau
talin, sem ekki mynda kolefnissambönd, en flest kolefnissam-
böndin eru talin lífræns eðlis, með því að þau mynda síðar
uppistöðuna í hinum flóknu og fjölþættu lifefnum jurta og
dýra.
Þótt mikið djúp virðist staðfest milli dauðra hluta og lif-
andi, megum vér ekki láta oss sjást yfir það, sem þeim svipar
i hvorum til annars, né heldur yfir það, sem með þeim skilur
Hver einstök frumeind er liarðsnúinn einstaklingur (indi-
viduum) líkt og lifveran. Hún hefir kjarna og umfrymi líkt
og líffruman (cellan). Hún getur tileinkað sér eina eða fleiri
rafeindir, er hana kann að skorta, líkt og fruman dregur að
sér næringarefni, og hún getur skotið þeim frá sér líkt og
fruman úrgangsefnum sínum. Hún getur og tengzt öðrum
frumeindum og starfað með þeim, líkt og fruman getur tengzt
1) Heimsinynd visindanna, bls. 139 o. s.