Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 37
35
ýmist andlegs eða likamlegs eðlis eða hvorttveggja. Ef nú
svo er, sem sýnt liefir verið um hina líkamlegu eiginleika
nianna og málleysingja, að jjeir myndast og mótast með starf-
inu og starffærinu, skyldi j)á ekki yera eitthvað svipað að
segja um ])á andlegu hæfileika og eiginleika j)á, sem af ])eim
kunna að spretta? Hæfileikinn framleiðir eiginleikann. Hinn
andlegi eiginleiki er starfsháttur, sem orðinn er að vana,
venjubundinn starfsháttur, og því varanlegur andlegur eigin-
Ieiki. En Iiann getur aftur með tíð og tíma orðið að líkam-
legum eiginleika. Lýsir hann sér þá ef til vill fyrst í augna-
i'áði, liandabandi og einliverskonar svipbrigðum, og er þá
sagt, að svipur lýsi sál lians. Þá getur hann þessu næst lýst sér í
fasi manna og Iiáttalagi, og er þá sagt, að hátterni mannsins
lýsi innræti hans. Loks getur hann orðið að holdgrónum vana,
eins og þegar áræði manns og átök hafa þroskað vöðva hans
svo, að þau hafa gert hann að garp eða kappa; er liinn and-
legi hæfileiki hans þá einnig orðinn að varanlegum líkam-
legum eiginleika. Þetta er þá enn ein sönnun þess, að starfið
framleiði og fullkomni starffærið. Hæfileikinn verður fvrir
síendurtekið starf að varanlegum eiginleika viðkomandi
manns og starfsháttur hans getur orðið að holdgrónum vana.
En eiginleikar þeir, sem menn þannig ávinna sér, eru að
vonum mis-verðmætir. Verðmæti þeirra fer eftir því, hvernig
þeim er beitt og i hvaða tilgangi, svo og eftir því, livort þeir
verða sjálfum manninum og samfélagi því, er hann lifir í,
UI heilla eða óheilla. Það, scm verður manninum og félagslífi
hans til miska eða tjóns, nefnist löstur; en það, sem
verður lionum sjálfum eða samfélagi bans til varanlegra
lieilla, nefnist dvggð.
7. Vegurinn til dyggða. Líkt og ýmsar leiðir liggja til Róms,
þannig liggja og ýmsar leiðir til dyggða. Vel getur hugsazt
fyrst og fremst, að dyggðin sé að suinu levti í eðlið borin,
að maður sé rólvndur og friðsamur, góðviljaður og jafnvel
l'jálpfús að upplagi, og er þá ekki langt til þess, að hann verði
að góðum manni og góðum þegn. Þá geta og gott uppeldi og
fagrar fyrirmyndir valdið miklu um, að maðurinn verði góður
()g giftudrj úgur. En sé maðurinn að upplagi geðríkur, eigin-
gjarn og ástríðufullur, verður naumast komizt hjá hinu langa
°g oft stranga ögunarskeiði skyldunnar, áður en hann nái þvi,
að skylda hans verði að dyggð, því að þá eiga eigin hvatir hans
°g tilfinningar einatt í höggi við skvldurækni hans, og hon-
um verður því oft meira eða minna óljúft að gera það, sem