Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 145
143
um og háð ýmsum ófyrirsjáanlegum atvikum. Þá eru og hin
félagslegu viðhorf sjálf sífelldum brevtingum undirorpin. Nýir
menn með nýjum viðhorfum koma til sögunnar öðruhvoru,
en hinir gömlu hníga í valinn. Og sífellt eru að rísa nýjar
og nýjar deilur milli flokka og stétta um hagsmuni þeirra og
áhugamál. Af öllu þessu leiðir, að ný viðhorf skapast og nýjar
erjur rísa. En erjurnar bera vott um, að liinu félagslega rétt-
læti þykir ekki vera náð. Alltaf finnst einhverjum, að þeir
séu að einhverju levti afskiptir eða að þeirra réttur sé fvrir
horð borinn; en af þessu leiðir alla jafna meiri eða minni
baráttu eða, þegar verst lætur, hreina og beina byltingu inn-
an þjóðfélagsins. En að bvltingu lokinni er lausn deilumál-
anna oft á svo mikilli skammsýni bvggð, að ekki verður við
unað nema í bili eða hún verður sjálf upphaf og undirrót al-
veg nýrra og óvæntra deilumála.
Eitt hið stórfelldasta dæmi slíkrar baráttu um félagslegt
réttlæti og jafnframt skammsýni manna í þeim efnum var
stjórnarbvltingin mikla á Frakklandi 1789, er lénsskipulagið
var afnumið og hið borgaralega þjóðfélag var sett á laggirnar
með kjörorðunum: frelsi, jöfnuður og bræðralag!
— Hvernig fór? Bræðralagið kafnaði í blóði byltingamann-
anna sjálfra; herveldi Napóleons hófst, og ójöfnuðurinn inn-
an þjóðfélagsins varð von bráðar meiri en áður, raunar í allt
annarri mynd en menn liefðu getað húizt við. Skömmu fyrir
bvltinguna hafði eimvélin verið búin til, en hún gjörbreytti,
eins og kunnugt er, öllum atvinnuháttum manna og skóp
að lokum tvær nýjar stéttir: auðmenn og öreiga. Handverkið
lagðist niður og' stóriðjan liófst. Þeir, sem fjárráðin höfðu,
stofnuðu verksmiðjur og réðu fjölda fólks til, oft og einatt
fvrir sultarlaun, og þrælkuðu jafnvel börn og konur. Við
þetta mvndaðist andstæðan milli auðvalds og örbirgðar, og
barálta verkalýðsins fvrir bættum vinnukjörum og verka-
launum hófst. Sú harátta var raunar í fyrstu óskipulögð og
lýsti sér þá helzt í hermdarverkum og spellum. En svo fóru
verkamenn að taka höndum saman, fvrst til samhjálpar, en
síðan til sameiginlegrar baráttu. Meðal hinna fvrstu urðu vef-
ararnir í Rochdale, er tóku höndum saman um kaup og sölu
lífsnauðsynja, en það varð upphaf samvinnustefnunn-
ar (1843—44); en síðan hófst verklýðsbaráttan með jafn-
aðarstefnunni og kommúnistiska manifestinu (1848)
með vígorðunum: „Öreigar í öllum löndum, sameinið yður!“
Árangurinn af þessari aldar gömlu baráttu hefir orðið sá,