Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 225
223
Frakkland, og yfir 33 milljónum nlanna voföi hungurdauÖi.
Hvernig mátti reisa rönd við þessum ógnum?
Hallærið var afleiðing ófriðar og þurrka. Kornforðabúr
Norðurálfunnar, Volgudalurinn, var sem eyðimörk. Kólera
og flekkusótt geisuðu, jafnframt því sem sulturinn svarf að.
Arin 1918—22 sýktust 30 milljónir manna af flekkusótt, og
30 af liverju hundraði dón. Milljónir barna voru heimilislaus-
ar og sýktust af herklaveiki og öðrum sóttum. Dánartala
barna var um 80 af hverju hundraði.“ (p. 281).
Hinn 15. ágúst 1921 hélt Nansen fund með fulltrúum 48
Rauðakrossdeilda í Genf og 27. s. m. var hann kominn til
Moskvu. Telcið var alþjóðalán og skrifstofur settar á stofn
í Moskvu, Krakov og á Krím, en miðstöð til að annast matar-
flutninga í Berlín. Hoover hafði hjálparstarfsemi Bandaríkj-
aiina með liöndum.
í lieiminum var gnægð matar, og livorki var vant flutn-
ingatækja né starfskrafta. í Bandaríkjunum rotnaði liveitið
á ökrunum; í Argentínu var majsinum brennt. Þúsundir
aðgerðalausra skipa lágu i höfnum og þúsundir verkamanna
voru atvinnulausar. En pólitísku deilurnar réðu meira lijá
mönnum en kærleikurinn til náungans, og að bjarga rússnesk-
um bændum, sem jafnan höfðu alið Evrópu á kornmat sínum
undanfarið, það var að elska höfuðóvini sína, bolsévikana í
Moskvu! En það boðorð var ekki ritað í hjörtu stjórnmála-
mannanna (p. 282).
Nansen fannst, sem auðveldara liefði verið að vinna hug á
heimskautsisnum en þeim ísmúr, sem hann átti við að striða
á fundi Þjóðabandalagsins í Genf 9. sept. 1921, og loks kallaði
hann til fundarmanna í neyð sinni:
„í nafni mannkvnsins, í nafni alls þess, sem göfugt er og
heilagt, skora ég á yður, sem sjálfir eigið konur og börn
heima, að gera vður i hugarlund, hversu ægilegt er að liorfa
á konur og börn devja milljónum saman úr liungri. Frá þess-
um stað skora ég' á ríkisstjórnirnar, á þjóðir Evrópu, á allan
heiminn að hjálpa. Flýtið vður að hefjast handa, áður en það
er of seint að iðrast.“ (p. 283).
En — Skarphéðinn gekk hónleiður til búðar! Þjóðabanda-
lagið vildi ekki ábyrgjast lánið. Þrjár til fjórar milljónir
manna dóu hinum kvalafulla hungurdauða þá um veturinn,
og eru lýsingar á ástandinu hinar liryllilegustu (p. 286 o. s.).
Nansen fór þá með „myndabók hörmunganna" í fyrir-
lestraferð víðsvegar um lönd og til Ameríku. Fór hann borg