Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 194
XXI. Orsakir ófriðar,þjóðarmetnaður,
hatur og hefnigirni.
1. Stríð og friður. Því hefir verið haldið fram, að haráttu-
livötin væri mönnum í blóð borin likt og öðrum skepnum
jarðarinnar. Því mun örðugt að neita. Þó er hún ekki með
frumlegustu hvötum hans, og vaknar tæplega nema tilefni
sé til og alið sé stöðugt á lienni. Og til þess að hún komist í
algleyming, verður hún að spretta af hatri og hefnigirni. Mér
er enn í minni atvik, er fvrir mig kom laust fyrir 1930, er ég
var staddur í Hamhorg. Ég hafði fengið dóttur skólakennara
eins, unga, laglega og greinagóða telpu til þess að fylgja mér
út að Bismarck Denkmal. Og er við stóðum andspænis því,
spurði ég telpuna, hvað æskan hugsaði til framtíðarinnar.
Umsvifalaust svaraði stúlkan, að öll skólaæskan væri i svo-
nefndu Jugendbund, og þau liefðu svarið þess dýran eið, piltar
jafnt og stúlkur, að liefna fyrir ófarirnar í hinni fvrri heims-
stvrjöld, og æskan gæti ekki annað en halað þjóðir Banda-
manna. Mér féll allur ketill í eld. Þetta var undir liinu, að
því er virtist, friðsama Weimar-lýðveldi og þó nokkru áður
en Hitler komst til valda. En svona má ala upp hefndarhug'
í hrjóstum heilla þjóða, einkum ef þeim finnst þær hafi farið
halloka fyrir annarri þjóð eða þjóðum og' þvkjast eiga ein-
livers að liefna. Hin yngri kvnslóð man ekki eða gerir sér
ekki lengur grein fyrir raunum liinnar eldri, finnur aftur á
móti máttinn hjá sjálfri sér og þjóð sinni og er þessvegna al-
búin til hefnda, jafnskjótt og hún hefir aldur til, er komin um
eða yfir tvítugt. Þegar svo þar við bætist áróður harðvítugrar
einræðisstjórnar, sem einsetur sér að ala hernaðarandann
upp hjá þjóðinni, og gerir allt, sem liún getur, til þess að
magna hann, þá er von, að ekki fari vel og allt fari að síð-
ustu í hál og brand, svo fljótt sem því verður með nokkru
móti við komið. Og svona getur eina slyrjöldina leitt af ann-
arri með aðeins 20 ára millibili.