Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 154
152
gæðanna. En eftir hvaða mælikvarða á þá að fara? — Á að
fara eftir höfðatölu einni saman og skipta lífsgæðunum jafnt
upp á milli allra ? En þá þarf sífellt að vera að skipta upp,
eftir því sem menn fæðast og deyja, og sumir þurfa meira
og sumir minna, sumir þetta og sumir hitt, eða á hver að fá
sinn ákveðna skammt? Þótt svo væri, mundi mönnum hald-
ast misvel á honum og misréttið því koma skjótt í ljós aftur.
Og sumir myndu ef til vill fara að verzla með sinn skammt
og annarra. Eða ætti að skipta upp eftir gáfum og hæfileik-
um, dugnaði og afköstum? Þá kemur nú fyrst til vandans að
meta allt þetta réttilega; en síðan til hins, að þá væri þegar
farið að gefa öðrum meira og' öðrum minna, og myndi það
fljótt verða kallað misrétti. Eða ætti að gefa hverjum eftir
því, sem hann lvsti? Þá mvndi nú brátt fara að sjá í botn
á ríkisfjárhirzlunni, en þó væri hitt þaðan af verst, að þetta
mvndi taka fvrir alla viðleitni til sjálfshjargar, draga úr
mönnum allan þrótt og vilja til'þess að sjá sjálfum sér og
sínum farborða.
Réttlætið getur því hvorki lýst sér í algerðu frelsi né heldur
i algerðu jafnrétti, enda eru þetta andstæður, er tæplega
verða sameinaðar. Jafnréttið lilýtur jafnan að skerða frelsið
og frelsið að halla jafnréttinu. En er þá til nokkurt bil heggja,
er taki tillit til hvors tveggja og reyni að sigla milli skers og
báru? Ef svo væri, ætti annaðhvort hið félagslega eða hið sið-
ferðilega réttlæti að geta fundið einhvern meðalveg eða bent
á leiðirnar til þess að finna hann.
13. Þjóðaruppeldi, hæfileikapróf og starfsval. Eins og drepið
hefir verið á, eru menn misjöfnum gáfum gæddir þegar frá
fæðingu, og í lífinu reynast þeir mjög misjafnir til hvers sem
vera skal; félagslega séð eru þeir því mjög mis-verðmætir.
Hið félagslega réttlæti ætti því einna helzt að beinast að því
að veita hverju barni þann þroska, sem því er auðið að ná,
og koma því síðar í þá stétt eða stöðu, sem það þykir færast
um að gegna. Hinu fyrra má ná með almennu þjóðarupp-
eldi, fyrst sameiginlegu barnauppeldi og unglinga i skólum
fram til viss andlegs þroska og kunpáttu (gagnfræðaprófs
eða þvl.); en hinu síðara með sérskólum fyrir mismunandi
atvinnugreinar þjóðfélagsins, að því tilskildu, að þegar sé í
unglingaskólunum farið að gefa gaum að gáfum og starfs-
hæfileikum nemenda, svo og að því, til hverskonar starfa
hugur þeirra og liendur einna helzt lmeigist. Sáltækninni
(Psychoteknik) er nú svo langt komið, að hún á að geta á-