Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 181
179
og samgöngumálum þjóðanna né lieldur veraldlegum og
andlegum viðskiptum þeirra. En á siðari hluta 19. aldar
spruttu upp ýmsar sérstakar stofnanir og alþjóðasambönd,
er ætlað var að skþjuleggja og hafa eftirlit með sumu af þessu.
Stundum urðu þær til af brýnni nauðsyn og oft í beinni and-
stöðu einstakra ríkja, er þóttust geta ráðið málum sínum sjálf
og var þó um megn að koma á slíku skipulagi, er allir
gætu sætt sig við. Þessi nýju allsherjar sambönd voru nefnd
„alþjóða-sambönd“ (international unions), og hið
fyrsta þeirra var a 1 þ j ó ð a - r i t s í m a s a m b a n d i ð , stofn-
að 1865, annað a 1 þ j ó ð a - p ó s t s a m b a n d i ð , 1874, þriðja
a 1 þ j ó ð a -1 a n d b ú n a ð a r s a m b a n d i ð , 1905, og f j órða
alþjóða-loftskeytasambandið, 1906.
Sambönd þessi eru all-ólík bæði að eðli og skipulagi, en
það verður að nægja hér að geta um eitt þeirra, alþjóða-
póstsambandið, sem dæmi. Póstsambandinu varð ekki komið
á, fyrr en búið var að gera ótal tilraunir með samninga milli
einstakra ríkja; en þær báru lítinn árangur og gátu ekki girt
fvrir sívaxandi glundroða, og það kostaði ekki all-lítið þref
og fyrirhöfn að koma því á, því að hvert ríki vildi ráða sínu
burðargjaldi og helzt hagnast ofurlítið á bréfaskiptum sínum
við útlönd. En nú er póstsambandið komið á til mikils léttis
og aukinna þæginda fyrir alla hlutaðeigendur. Póststjórnir
sjálfstæðra ríkja, krónlanda og stærri nýlendna hittast öðru
Iivoru til að ráða ráðum sínum, og hefir þar hvert land eitt
atkvæði. Ráðstefnur þessar hafa vald til að brevta reglum
sambandsins með einföldum meiri hluta, og enda þótt þessar
breytingar þurfi í orði kveðnu staðfestingar viðkomandi ríkis-
stjórna, þá er það orðið lireint formsatriði, því að vilji ekki
einhver ríkisstjórn ganga að hreytingunni, þá er viðkomandi
land eða ríki þegar úr sambandinu, en á það vilja fæst ríki
hætta úr þessu. Sambandið liefir fasta skrifstofu í Bern, er
safnar árlega öllum nauðsynlegum skýrslum, sendir tilkynn-
ingar til hinna ýmsu póststjórna og er einskonar miðstöð
allra millilandaviðskipta á póstmálasviðinu. Milli funda tekur
skrifstofa þessi við uppástungum um hreytingar á alþjóða-
póstlögunum, sendir þær til einstakra landa og safnar síðan
atkvæðum með og móti, svo að breytingarnar geta komizt
á alveg hljóðalaust, án nokkurrar ráðstefnu eða fundar. Þetta
sýnir ágæti alþjóða-skipulagsins.
Ófullkomnari myndir slikra alþjóða-sambanda má finna í
ýmsum öðrum samtökum, t. d. Bernar-sambandinu svonefnda,