Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 47
45
að liafa sitt fulltrúaráð á þingi þjóðarinnar til þess að gœta
liagsmuna liennar, þó þannig, að þeir víki jafnan fvrir al-
þjóðarnauðsyn eða alþjóðarheill, þegar því er að ski])ta.
A þennan liátt, og þennan hátt einan, má búast við vax-
andi samúð og vaxandi samvinnu i þjóðfélagslífinu og sem
afleiðingu af því vaxandi siðmenningu og siðgæði,
en þó umfram allt meira siðferðilegu samræmi í
öllu félagslífi voru.
17. Siðfræðsla í skólum. Ég er nú þeirrar skoðunar, að taka
heri upp í framhaldsskólum, auk félagsfræði, veraldlega sið-
fræðslu, kenna nemendum gagngert, að þau eigi að revna
að aga og siða sig sjálf og temja sér sem hezt bæði á lieim-
ilum, í skólum og út í frá allar einka- og félagsdyggðir. Sér-
slaklega ber þó að innræta þeim að gera skvldu sína, hvaða
stétt eða stöðu sem þau kunni að takast á liendur, að þau
eigi að sýna ráðvendni í hvívetna, og að þeim beri að sýna
öllum mönnum réttlæti, sanngirni og góðvild, en þeim, sem
illa eru staddir, hjálpfýsi og miskunnsemi, og landi sínu og
þjóð fullkomna hollustu og þegnskap. Ef þetta væri innrætt
hörnum og unglingum nógu tímanlega og þau liefðu fordæmi
hinna eldri fvrir sér, er ég ekki i neinum vafa um, að skóla-
æskan og hin upprennandi kynslóð yrðu bæði samvizkusam-
ari og þjóðhollari en sumar þær kvnslóðir, sem á undan cru
gengnar.
18. Yfirsýn og útsýn. Dyggðir þær, sem nú hefir verið lýst að
nokkru og' nefndar hafa verið höfuðdvggðir, eiga sina sögu,
og verður henni ekki lýst hér nánar. Þó má segja, að þær hafi
verið að smákoma í ljós hæði hjá þjóðum og einstaklingum.
Fyrst eru hinar frumstæðu þjóðir, er láta sér annast um
að rækja siði feðra sinna, hverjir svo sem þeir eru. Þá eru
hinar herskáu víkingaþjóðir, sem alla jafna fara ekki að lög-
um út á við, en fara þó að leggja áherzlu á varúð, hugprýði
og drengskap (sbr. Hávamál). Og loks eru hinar svonefndu
uienningarþjóðir, er lielzt una við friðsamleg störf og margs
konar samskipti sín í milli. Þær fara að semja sig að ýmiss
konar reglum og siðaboðum, og þær fara að bókfesta það,
sem þvkir mest um vert í þeim efnum. Þannig var um lög
Hammúrabis (um 2000 f. Kr.), lögbók Manu’s á Indlandi,
Móselög, löggjöf Drakons og Sólons í Aþenu og Tólftaflna
lög Rómverja. En hin eiginlega siðfræði hefst þó fyrst með
siðspeki Grikkja og Rómverja. Þannig voru það einkadyggð-
irnar, hófstilling og hugprýði, sem fyrst voru orðaðar hjá