Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 90
88
i
Yfirleitt eru skoðanir Aristótelesar mjög í anda hinnar
nýrri siðfræði, og hefðu menn skilið hann rétt, hefðu menn
getað forðazt aldagamlar villur bæði í trú, löggjöf og réttar-
fari. Þannig segir hann, að þær gerðir, sem vér séum ábyrgir
fjrrir, verði að vera u n d i r s j á 1 f u m o s s k o m n a r, og að
vér verðum að liafa gert þær vitandi vits, en ekki óaf-
vitandi, i brjálsemi eða sturlun eða af hreinum óvitaskap.
Því undanþiggur hann ábyrgðinni dýr, börn og fávita, brjál-
aða menn og þá, sem ekki hafi verið með sjálfum sér. Dýr
eru undanþegin af því, að þau skortir skynsemina; börn á
óvitaaldri af þvi, að þau hafa ekki enn skvnseminnar not og
geta því ekki enn andæft girndum sínum og tilhneigingum;
fávitar af því, að þeir hafa litla eða enga skynsemi til að bera,
og brjálaðir menn af því, að þeir eru meira eða minna vit-
firrtir. En völvur og spámenn undanþiggur hann af því, að
þeir, að þeirra tíma trú, séu haldnir æðri goðmögnum.
Stóumenn héldu aftur á móti nauðsyninni fram og
töldu, að allt og þá einnig gerðir mannanna væri forlögum
(fatum) háð. Því sagði einn þeirra, Chrysippos: „Fatum
er ósveigjanleg röð eða lilekkjafesti atvika, er vindur fram
óaflátlega, samkvæmt lögmálinu um orsök og afleiðingu, sem
það fer eftir og er sama og það.“ Og ekki er maðurinn und-
anþeginn þessari orsakanauðsyn, því að nauðugur viljugur
verður hann að lilíta því, sem verða vill. (Volentem fata
ducunt, nolentem trahunt).
Epikúr varð fyrstur fornra spekinga til þess að halda
frjálsræði viljans fram og bvggði þá kenningu á eilítilli
sveigju frá beinni línu, sem átti að hafa orðið á falli frum-
eindanna i himingeimnum í upphafi vega. Því ætti viljinn
að geta ýmist tekið því eða hafnað, er í boði væri, hann væri
óháður guðunum og því sjálfráður um breytni sína. En þar
sást Epikúr yfir það, að sjálfráður er ekki sama og það að
vera óháður ytri og innri orsökum. Maðurinn getur verið
og er háður ytri lífsskilyrðum, en þarf ekki að láta það hafa
áhrif á viljaval sitt; hann getur og verið háður sinni eigin
meðfæddu náttúru eða farið að boðum skynseminnar, en
þá er vilji hans einmitt ekki sjálfráður, heldur fer að boði
annars hvors eða beggja og táknar því aðeins lokastigið í
svonefndri viljaákvörðun mannsins. Því er það maðurinn, en
ekki vilji hans, sem má heita sjálfráður i viljavali sínu.
3. Gyðingdómur og kristni. Með Gyðingdómi og kristni kem-
ur þrennt nýtt til sögunnar, sem þó allt er trúarlegs eðlis.