Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 254
252
öðru. Eitt hið örðugasta viðfangsefni allra alda hefir þó verið
það að sýna fram á, hvernig lif gæti orðið til úr efninu og
andinn sprottið upp af því og tilgengið eða tilgangsstarf-
semin (teleologian) gæti sprottið upp úr hreinu vélgengi
(mekanismus). Hinn ágæti fræðimaður, dr. L. T. Hob-
hause, reyndi að sýna fram á þetta í riti sínu: Þróun og
tilgangsstarfsemi (Development and Purpose, Lond.
1913). Finnur hann þegar nokkra óafvitandi tilgangsstarf-
semi í háttsemi jurta og dýra, t. d. í þeirri viðleitni jurta og
lægstu dýra að afla sér fæðu og auka kyn sitt, í fyrstu alveg
ósjálfrátt og óafvitandi, en síðan sjálfrátt og vísvitandi. Lim-
irnar fara og þegar að slarfa í þjónustu heildarinnar, og sam-
hæfing þeirra til framdráttar lífinu og viðkomunni er hverj-
um manni auðsæ. Og hin lifræna æining líkamspartanna
verður æ samhæfðari, eftir því sem ofar dregur. Þegar svo
meðvitundin kemur til sögunnar, verður fvrst vart ýmissa
lífskennda og skynkennda, er valda því, að lifveran ýmist
liænist að því eða forðast það, sem fyrir hana ber, allt eftir
því, livort henni finnst það þægilegt eða óþægilegt; en þá fer
hún líka að sýna beina vjðleitni til að afla sér þess, sem er
lífsnauðsynlegt og þægir bezt þörfum liennar, en forðast hitt,
sem lienni er óþægilegt eða beint skaðlegt. Mætti nefna mörg
dæmi þcss, segir hann, að — „meðvitundinni vindur fram
undir skilyrðum, er virðast erfið viðfangs, en hún smáin
saman fær full tök á“. Þessi og því lík ummæli sýna, að Hob-
liause er að reyna að sýna fram á upptölc og framvindu með-
vitundarinnar i og upp úr likamslifinu og hvernig vísvitandi
tilgangsstarfsemi verði til. En siðar í sama riti sýnir liann,
hvernig meira eða minna greinileg áform stjórna allri liátt-
semi manna.
Enn mætti nefna rit, sem kom út í Ameríku 2 árum eftir
að nýrealisminn kom upp á Englandi. Það nefnir að vísu
ekki „framvindandi“ þróun, en er þó mjög i sama anda. Þetta
er rit próf. R. Y. Sellar’s: Þróun náttúrunnar (Evolu-
tionary Naturalism, Chieago 1922). Einnig hann talar um
„skapandi samhæfingu“ og að framkoma nýrra eiginleika
eigi sér stað alstaðar í náttúrunni, á sviðum efnis, lífs og anda
í stighækkandi þróun, sem verði æ því fjölþættari og betur
skipulögð, eftir því sem ofar dragi, en að síðasta og æðsta
samhæfingin, sem vér þekkjum, séu þó hin sálarlegu fyrir-
brigði, er endi á skipulegri, rökfastri liugsun, en hún hafi