Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 122
120
trausti, sem menn mega ekki bregðast. Og því þjóðfélagi
er sannarlega bezt farið, þar sem hver maður gerir skyldu
sína sem bezt hann má. En þar er einmitt komið að samlífs-
dyggðunum, þeim dvggðum, sem menn verða að ástunda,
cf þeir vilja teljast sannir og traustir menn, en trúverðugir
og góðir þegnar.
15. Einstök þjóðfélög, dyggðir þeirra og ódyggðir. í und-
anfarandi greinum befir því verið lýst, hvernig heimilum,
stéttum og þjóðfélögum væri bezt báttað frá hugsæilegu
sjónármiði. En jafnskjótt og vér förum að virða fyrir oss
einstök þjóðfélög, stéttir og heiniili, fara gallar og misfell-
ur i fari þjóða og einstaklinga að koma í ljós, sem, ef þær
ná að festast, geta orðið að þjóðaródyggðum. Menn mega
því ekki loka augunum fyrir því, sem aflaga kann að fara,
því að af því getur stafað lireinn þjóðarvoði. Enda er það
einatt svo, að menn sjá fyrst það rétta og það, sem betur mætti
fara, þegar búið er að benda á gallana og misfellurnar.
Nú er það svo, að það er ýmislegt í fari vor Islendinga, sem
er næsta ábótavant og þeir sjá oft bezt, sem gestir eru eða
sjálfir hafa dvalið langdvölum erlendis á uppvaxtarárum sín-
um. Á hinn bóginn er það vinur, er til vamms segir, ef hann
gerir það í trausti þess, að menn taki þvi vel og vilji bæla
úr því, sem miður kann að fara.
16. Barnauppeldið. Fyrst er þá að líta á barnauppeldið, eink-
um í bæjunum og þá sérstaldega í Reykjavik. Þeim, sem
dvalizt hafa langdvölum í stórborgum utanlands, bregður
strax í brún, er þeir sjá, hvernig æskulýðurinn hér hagar
sér. Fvrst er munnsöfnuðurinn, sem lievra má á götum úti,
blótið og ragnið og önnur sóðaorð. Þá er ósiðlætið í fram-
komu, bæði á götum úti og i strætisvögnum. Sjaldan dettur
barni í bug að víkja fvrir fullorðnum, en í strætisvögnum
troða þau mönnum um tær og hlamma'sér niður í sætin og
dettur ekki i hug að standa npp fvrir konum eða gamalmenn-
um. Ef hús stendur autt um skemmri eða lengri tíma, eins og
t. d. sundhöllin, á meðan hún var í byggingu, eru allar rúður
brotnar, áður en menn vita af. Og eftir að hún er upp komin,
eru slík ærsl og læti þaf, þegar hörnin eru, eins og menn væru
i fuglabjargi, og svnt i vitleysu um þvera og endilanga laug-
ina, eins og þar væru engir kennarar eða eftirlitsmenn við-
staddir. Þeir, sem bafa verið viðriðnir skólahald, vita og,
hve óstundvísi og skrópar sumra barna og unglinga eru miklir
og hversu erfitt er að kenna þeim almenna mannasiði, t. d.