Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 232
230
við frændþjóðina, sem vér vorum að skilja við. En þeir gættu
þess síður, að með þessu voru þeir að tefla málinu í tvísýnu,
voru að tefla einskonar „blindskák“, því að enginn gat vitað
þá og veit raunar heldur ekki enn, hvernig taflið muni standa
að stríði loknu. Því var það ráð tekið, „að heztu manna yfir-
sýn“, að leita þjóðaratkvæðis, sem varð þvínær einhljóða með
skilnaði, og þá var ekki annað að gera en að Alþingi á þar
til settum degi, 17. júní 1944, lýsti yfir á Þingvelli stofnun lýð-
veldis á íslandi, eins og lika varð. Eitt hryggði oss þó, að hinn
ágæti fráfarandi konungur vor skyldi senda oss á síðustu
stundu boðskap, óstaðfestan af áhvrgum ráðherra, að vér
skyldum fresta skilnaðarráðstöfunum vorum. En hann marg-
bætti þetta upp með hinu konunglega og göfugmannlega sím-
skeyti sinu, er hann sendi til Þingvalla, er lýðveldisyfirlýs-
ingin hafði farið fram, og vissulega snart hjartastrengi allra
íslendinga, enda var það hið fegursta innsigli undir skilnað
vorn, Dana og íslendinga. Mun enginn síðar lá oss, sem veit,
að vér höfðum hér nokkurs konar „lýðveldi“ um 333 ár, en
höfðum lotið erlendum konungum um 680 ár við mjög mis-
jafnt atlæti, þótt vér slitum því samhandi, eins og lög stóðu
til. Og þetta gerðum vér án nokkurs kala til frændþjóðar
vorrar og með fullri virðingu fyrir hinum aldurhnigna jöfri,
sem nú er orðinn að þjóðhetju sinnar eigin þjóðar. Er ég þess
fullviss, að dómur sögunnar muni sá, að skilnaður Danmerk-
ur og íslands hafi verið í alla staði lögmætur og, eftir því sem
á stóð, hinn áferðarfegursti.
15. En hvað er fram undan? Þótt vér nú, svo farsællega sem
raun varð á, höfum lýst vfir stofnun lýðveldis á íslandi og
fengið það viðurkennt af allmörgum lýðræðisríkjum og
þeirra helztum Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi, þá er eftir
að skipuleggja það og halda því heilhrigðu og tryggja bæði
það og landið gegn ásælni erlendra hervelda. Enginn veit,
livað verður að þessum ófriði loknum, hvort stofnað verður
til Bandalags hinna sameinuðu lýðræðisþjóða (eins og lýst
var í XXI, 7. grein), eða þær lcjósa nokkurs konar „vfirstjórn“
allra ríkja innan Bandalagsins, eða þrjú eða fjögur stórveldi
handamanna vilja fara með völd um ótiltekinn tíma að stríð-
inu loknu, eða þau fvrr eða síðar kunni að verða ósátt og
lenda þá í stríði hvert við annað. En eitt er víst, að ekkert
smáríkjanna, og þá allra sízt ísland, og jafnvel ekki samband
allra Norðurlanda gæti reist rönd við einu hervæddu stór-
veldi, hvað þá heldur fleirum, eins og hezt hefir sýnt sig í