Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 170
168
verkföll og verkbönn. Hafa þeir hvað eftir annað gerzt mála-
miðlarar milli vinnuveitenda og vinnuþega, og er annað virt-
ist ekki koma að haldi, hefir verið girt fvrir vinnustöðvun
með lagaboðum. Dómstólar í vinnudeilum hafa og verið stofn-
aðir í löndum þessum, og hinu sama höfum vér nú komið á
hjá oss með félagsdómi vorum. Hinsvegar hefir, eins og drep-
ið var á, verið lögð hin mesta áherzla á trvggingarlöggjöfina.
En allt þetta sýnir, að menn á Norðurlöndum að minnsta
kosti virðast orðnir fráhverfir byltingarstefnunni, þótt enn
eimi nokkuð eftir af henni í pólitískum áróðri, en eru æ meir
og meir að komast inn á hina lögtrvggðu umbótabraut, braut
félagslegrar þróunar. Og nú i þessu striði hafa verkalýðsfé-
lögin á Englandi heitið því að liafa hvorki í frammi verkföll
né vinnutafir, meðan á stríðinu stendur, en hlita úrskurði
stjórnskipaðra nefnda um öll deilumál, sem upp kunna að
koma. Gætum vér íslendingar ýmislegt af þessu lært, þótt
Englendingúm liafi ekki lærzt að synda fyrir öll sker og ein-
stöku verkalýðshópar liafi nú gengið á gefin heit.1)
Allt þetta sýnir, að það er einna helzt örvggið í veraldleg-
um efnum með löghundnum liftryggingum, sjúkrasamlögum,
slysa- og ellitryggingum og jafnvel atvinnuleysistryggingum,
sem forráðamenn hinna vinnandi stétta nú leggja mesta
áherzlu á; en að þeir í lnli, að minnsta kosti, hafi lagt til hlið-
ar hæði verkfallsaðferðina og hina bvltingarsinnuðu jafnað-
arstefnu. Það er m. ö. o. hin lögtrvggða umbóta-
s t e f n a , sem þeir eru komnir inn á. En sé lífsörvggið og lífs-
afkoman þannig trvggð á lagalegan hátt, þá ætti líka að vera
heimtandi, að menn sýndu sig að fullum þegnskap gagnvart
landi og þjóð, lögum þess og réttarfari. Menn ættu að láta
sér skiljast það, og ekki sízt á slíkum ófriðartimum, sem nú
eru, að öryggi lands og lýðs er ofar öllu öðru, og að ef menn
slita i sundur lögin, slíta menn og í sundur friðinn i landinu.
En þá verður líka á hinn hóginn bæði löggjafinn og stjórn-
arvöldin að gæta liins lagalega og félagslega réttlætis, svo
sem frekast er unnt. Rétt skilinn sócíalismi er því nú víðast
hvar orðinn að lögtryggjandi u m h ó t a - s ó c í a 1 i s m a .
4. Þjóðarheildin og stéttirnar. Að síðustu skal aðeins þetta
tekið fram. Uppi yfir öllum stéttum og stéttabaráttu er þjóð-
1) Sbr. Macmillans W a r P a m p h 1 e t s , nr. 15: Dynamic Dcmocracy.
Sagt er, að Trotskysinnar á Englandi hafi komið kolanámumönnum og nokkr-
um sjómannasamtökum til að svíkja ]>essi loforð; en annars hefir lítið hólað
á verkföllum i striði hcssu á Englandi.