Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 105
103
vitsins, og einlægur vilji hans til þess að láta gott af sér leiða
gerir hann smám saman að góðum manni og göfugum. En
manninum ber að ástunda hvorttveggja, að hugsa rétt og
breyta vel. Hið æðsía siðferðilega sjálf ætti og að keppa
að því að geta orðið öðrum til fyrirmyndar, og breytni þess
þó að vera þannig, að hún hafi sem heillaríkastar afleið-
ingar fyrir alda og óhorna. Réttsýnn maður og ráðvandur,
sem vill öllum vel, verður jafnan til fvrirmyndar, í hvaða
þjóðfélagi sem er, enda óhætt að treysta honum öðrum frem-
ur. En þá er komið að síðustu spurningunni, hvers vegna
maðurinn sé talinn ábyrgur gjörða sinna.
14. Hví ábyrgur? Það mætti þegar svara spurningu þessari
með því að segja, að maðurinn væri skynsemi gædd vera,
sem ætti að geta sett sér afleiðingar verka sinna fyrir sjónir,
og því bæri honum og að bera ábvrgð á þeim. En það má
líka svara spurningu þessari nokkru gerr. I fyrsta lagi hefir
maðurinn nokkurri eigin orku og eigin vilja yfir að ráða, er
hann getur andæft með utan að komandi áhrifum. I öðru
lagi er hann tíðast sjálfráður um það, hvort hann hefst handa
eða ekki. í þriðja lagi velur hann sjálfur sjónarmið þau og
markmið, er hann kýs að fara eftir og stefna að í lífi sínu
og starfi. í fjórða lagi ræður hann að mestu sjálfur, ef
hann er ekki undir aðra gefinn, hvaða leiðir hann fer eða
hvaða tækjum hann beitir. Hver ætti þá frekar að bera
ábyrgð á gerðum hans en sjálfur hann, þar sem hann
sjálfur hefir bæði orkuna og viljann og velur sjálfur um
markmið og leiðir? Hann er orðinn sjálfstæð, viti borin
vera, sjálfstæð siðferðileg persóna, sem á að bera
ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Og liafi hann náð nokkr-
um verulegum siðferðilegum og andlegum þroska, má ætla,
að hann sé orðinn þess megnugur að leiða sjálfan sig, að sjá
sjálfum sér siðferðilega og andlega farborða. Sé þá eitthvað
verulegt í manninn spunnið og meira en það að sjá sjálfum
sér og sínum farborða, getur hann gerzt höfundur nýrra fjár-
hagslegra, félagslegra, siðferðilegra eða andlegra verðmæta
eða þá brautrvðjandi þeirra með lifi sínu og starfi. En þá
er, eins og þegar er tekið fram, allt undir þvi komið, hvort
viljinn er vondur eða góður eða eitthvert bil beggja, hvort
hann hreytir eftir beztu samvizku og víðsýnu siðaviti og af
einlægri löngun til þess að láta gott af sér leiða, eða hann
breytir illa og lævíslega og af miður hreinum hvötum, eða
hann verður einn af þessum miðlungsmönnum, sem hvergi
k.