Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 112
110
líkt. En auk þessa venst barnið í sambúðinni við aðra á marg-
báttað samlíf og samskipti, sem óðar en varir verður að marg-
háttuðu samneyti og samvinnu, þar sem hver innir sitt hlut-
verk af höndum og verður að taka öllu, sem af honum er
vænzt, vel eða illa, en þar koma fúsleikinn og' tregðan til
skjalanna, er síðar geta lýst sér eins og góðnr eða vondur
vilji, þegar farið er að beita þeim vísvitandi. En víkjum nú
fyrst að óvitanum, saldeysingjanum.
6. Sakleysinginn. Sakleysið, grandaleysið kemur einna helzt
í ljós í uppliafi vegferðar vorrar á þessari jörð. Sakleysinginn
er barnslega auðtrúa, trúir öllu, tortryggir engan og ætlar
því engum illt að órejmdu. Hann hefir ekki enn öðlazt mis-
jafna reynslu hinna eldri og þar af leiðandi ekki lieldur var-
úð og tortryggni hins fullorðna manns. Sakleysið varar sig'
því ekki á því, sem illt er og óhreint, trúir ekki, að það sé
til, þekkir það ekki. Þeim lireinu er allt hreint.
„Sælir eru einfaldir, því að þeirra er himnaríki,“ segir í
upphafi fjallræðunnar, „sælir eru hjartahreinir, því að þeir
munu Guð sjá“. Þessi upphafsorð fjallræðunnar liafa orðið
mörgum manni torskilin. En í raun réttri lýsa þau ekki öðru
en hinni barnslegu einfeldni, sem enn er ekki farin að gruna
aðra menn um græsku. En einfeldni og hreinskilni geta birzt
í mörgum myndum, sem lireinskilni i liugsun, sannsögli og'
einlægni í orðum, fölskvalaus breytni, einlægni í ást, tilheiðslu
og trú. Andstæð þessu er tvöfeldni í hugsunum, orðum og'
gerðum, öfundsjúk aðdáun, afbrýðisöm ást, grímuklæddur
losti, niðurhæld, aflvana reiði, fals og undirferli, og hinn
dökki undanlás dulinnar heiskju og kala, er leynzt getur i
freyðandi bikari fagurgalans. En hreinskilnin hefir óbeit á læ-
vísi, undirhyggju, hræsni og lvmsku, livar sem hennar verður
vart. Því reynir tvöfeldnin jafnaðlegast að dyljast og láta ann-
að uppi en undir hýr, en af þvi sprettur allskonar fláttskapur
og fláræði. Þetta fláræði á sér einatt stað í ástamálum, þá er
annar aðilinn er ekki allskostar hreinn og einlægur, en notar
sér einfeldni hins til þess að fá hann til að gefa sig lionum
á vald. En liinn einlægi elskar hiklaust, án undanhragða, og'
þá er það, því miður, oft svo, að Iiinn illi og lymskufulli
hlakkar yfir auðfenginni hráð.
A uppyaxtarárunum eru hörnin að smámissa sakleysi sitt
og „vitkast“ á þessa heims vísu. Sum þeirra vitkast jafnvel
allt of fljótt. En það á nú einu sinni fyrir þeim að liggja. Það
má líkja unglingnum við hlómjurtina, sem er að laufgast og