Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 42
40
og siðferðisaga á réttri leið; en hitt getur verið, að ekki sé
nógu góðum og göfugum hugsjónum lialdið uppi fyrir hinni
uppvaxandi kvnslóð, svo að hún fari vill vega í lífinu, þegar
hún fer að eiga með sig sjálf. Sýnt var fram á það (í I, VI),
að foreldrar og fræðarar séu forverðir trúar, laga og siða
og að þeir séu að aga og siða börnin þegar frá biautu barns-
beini. Er fyrst leitazt við að kenna þeim almenna mannasiði,
svo að þau bagi sér eins og' fólk flest. Þá er brýnt fvrir þeim,
livað þau megi og' megi ekki gera. Og loks er brýnt fyrir þeim
að fylgja lögum og landssið. En livort sem nú þessi siðun
og siðfræðsla nær langt eða skammt og hver svo sem árang-
ur hennar verður, — en liann reynist oft ærið misjafn —,
fer varla hjá því, að minnsta kosti meðan barnið er ungt og
enn hálfgerður óviti, að siðun þessi hafi aðeins ytri siðvendni
í för með sér og risti ekki djúpt.
Fyrst þegar farið er að gera ákveðnar siðferðiskröfur til
barnanna og farið er að brýna fyrir þeim, livað þeim beri
að gera eða beri að forðast, fer s ky 1 du t i 1 f i n n i ngin að
koma upp í jjeim, en þá er komið á ögunarskeið sky 1 d-
unnar. Þá fer og bið æðra sjálf þess að koma til sög-
unnar og segja því, hvað það eigi að gera og livað það megi
ekki gera, og þá fer samvizkan að láta til sín taka með
öllum sínum heilræðum og hvatningum, hrellingum og sam-
vizkukvölum. Siðaboðunum er að slá inn og þau eru að setj-
ast að i manninum. Samt sem áður er margur maðurinn alla
ævi á þessu ögunarskeiði skyldunnar, gerir ýmist að blýða
því, sem skyldan býður, eða vanrækja það. Hann er því ekki
nema hálfur maður eða brol úr manni í siðferðilegu tilliti.
En einstaka manni tekst að komast lengra, þannig að sky 1 d-
an verði að dyggð, en þá gerir hann það með ljúfu geði
og af fúsum og frjálsum vilja, sem liann áður gerði hálfnauð-
ugur. En þá er líka siðvendnin orðin að innra siðgæði.
Dyggðin lýsir sér i tryggð, i trúfesti við bugsjónina, hver
sem hún nú er, og hún er fólgin i að gera það, sem gera ber,
af fúsum og frjálsum vilja. Maðurinn hefir þá fengið mætur
á því, er liann telur satt, rétt og gott og reynir að fylgja því
fram af fremsta megni. En til þess að þetta geti orðið, verður
maðurinn að liafa þroskað með sér þróttmikla og næma sið-
ferðilega skapgerð, og í því efni eru höfuðdyggðir þær, er
nefndar voru, hinir beztu áfangar, en siðavit manna og sam-
vizkusemi, eins og það er á hverjum tíma, áttaviti sá, er fara
verður eftir.