Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 17
15
menn trúi á þær lengur, enda er guðshugmynd þeirra að
mínu viti svo siðferðilega gölluð, að ekki er við unandi. Og
þó virðast mér trúarskoðun og guðshugmynd Páls postula
enn síðri. Menn liugleiði, hvert hrot Adams og Evu var, að
eta af skilningstrénu, aðallega til þess að augu þeirra upp-
lykjust fvrir því, livað væri gott og illt, svo að þau gætu gert
greinarmun þess. Menn skyldu nú ætla, að þetta væri sjálfum
guði þóknanlegt. Nei, fvrir þetta átti ekki einungis Adam
og Eva, heldur og allt mannkynið að bæta með því, að verða
selt undir svnd, sekt og dauða! Og menn liugleiði enn frem-
ur, að sá guð, sem mælti fyrir munn spámannsins: Miskunn-
semi þrái ég, en ekki fórnir! fer nú allt í einu að gömlum
Gyðingasið að heimta liina dýrustu friðþægingarfórn og
láta menn jafnframt drýgja þá stærstu synd, er þeir gátu
drýgt, að deyða guðs eingetinn son. Og fyrir þetta áttu þeir
svo að fá fyrirgefningu svndanna, drýgðra jafnt sem ó-
drýgðra, ef þeir aðeins trúðu á fórndauða Jesú Krists. Sjú
menn ekki, hversu frámunalega ósiðræn og guði ósam-
boðin öll þessi hugsun er? Nú er það ekki lengur geithaf-
urinn, sem syndunum er hlaðið á og rekinn er út í eyði-
mörkina, heldur er það guðs eigið lamb, guðs eiginn sonur,
sem er píndur og krossfestur fvrir syndir mannanna, og
það jafnt ódrýgðar sem drýgðar, svo að menn um alla ei-
lífð geti svndgað upp á náðina, ef þeir aðeins láta skírast
og neyta eftirleiðis líkama Krists og blóðs, annaðhvort bók-
staflega eða þá í óeiginlegri merkingu.
Ég veit ekki, hve mörgum er farið eins og mér, að eins
og ég dáist að trúar- og siðalærdómum Jesú Krists sjálfs,
jafn-bágt á ég með að aðhvllast þessar kenningar Páls post-
ula. Því að hvað er fyrst og fremst ósiðrænna og vítaverðara
en að láta saklausan þjást fyrir sekan, eða það að láta menn
frelsast fyrir trúna eina saman, ef menn sjálfir gera ekki
neitt til þess að hæta ráð sitt, annað en það að taka þátt i
trúaratliöfnunum? Auk þess .hefir kirkjan þráfaldlega, alll
frá dögum Augustíns, reynt að koma því inn hjá mönnum,
að þeir væru til engra góðra hluta færir af sjálfsdáðum, en
það hefir, eins og gefur að skilja, stórlamað og dregið úr sið-
ferðilegri viðleitni manna. í stað þess að gera kenningu og
liferni Jesú Ki-ists að fordæmi til eftirhreytni (að
imitationem Christi), hafa menn gert lcirkjuna með náðar-
meðulum liennar að nokkurs konar hjálparstöð (remediu) og
það, sem verra var, lengi í kaþólsku að nokkurs konar við-