Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 179
177
þeir eru menn til, komið ýmist góðu eða illu til leiðar, ýmist
eflt og tryggt vinsamleg viðskipti eða blásið að ófriðarkol-
unum. Þessi utanrikisþjónusta liefir því oft reynzt tvíeggjað
sverð, auk þeirrar leyniþjónustu heimulegra spæjara, er stór-
veldi síðari tíma liafa þótzt þurfa að senda livert í annars
garð. Hafa sendimenn þessir oft þótt hálir og viðsjálir hæði
í orðum og' athöfnum, enda eiga þeir liver fyrir sig að vaka
yfir heill og hagsmunum síns eigin lands og reyna jafnan að
ná sem hagkvæmustum samningum við önnur ríki um hvað
eina, er að samskiptum heimalandsins við þau lýtur. Því hafa
þeir og oft revnzt liinir þörfustu löndum sínum.
Þegar í byrjun 19. aldar kom margt i ljós, fyrir auknar
samgöngur og vaxandi samskipti milli landanna, sem benti
á, að stofna vrði til alþjóða samninga og samtaka um eitt og
annað, sem livert einstakt ríki fyrir sig hafði annazt þangað
til, en nauðsvn var að koma föstu skipulagi á; en þá tóku að
mvndast drög til alþjóðasamtaka á ýmsum sviðum, og þá
tóku ýmis meiri háttar ríki upp á því að stofna til alþjóða
ráðstefna, er semja skyldu reglur og fyrirmæli um eitt og
annað, er ráðstefnur þessar kæmu sér saman um.
4. Alþjóðaráðstefnur — alþjóðalöggjöf. Ekki er til, enn sem
komið er, neitt allsherjar löggjafarvald í heiminum, er sett
geti öllum þjóðum lög til að fara eftir, líkt og löggjafarvald
einstakra ríkja setur þegnum sínum. Hvernig er þá unnt að
tala um alþjóðalög og -löggjöf? — Fyrir samneyti þjóðanna
sín í milli liafa fyrst og fremst myndazt hefðbundnar
venjur, er þær fara eftir og treysta, að farið sé eftir, svo
sem það, að treysta á gerða samninga og gefin loforð. En auk
þess fór það, eins og þegar er drepið á, að tíðkast í uppliafi
19. aldar, að fleiri eða færri ríki liéldu ráðstefnur um eitt eða
annað og lýstu þar vfir vilja sínum og samþylcktum; var þá
farið að líta á ráðstefnur þessar og samþvkktir þeirra sem
„lögskapandi“ þing, að minnsta kosti að því er þau mál og
þessi riki áhrærði. Ráðstefnur þessar gátu tekið fvrir ýmiss-
konar mál, friðarmál, samgöngumál og annað og gert álykt-
anir þar um. Einhver fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var
lialdin í Parjs 1814 og ræddi um frjálsar siglingar á alþjóða-
leiðum millirikjafljóta. Þótt ráðstefna þessi bæri ekki þegar
mikinn árangur, má hún heita fyrsti vísirinn til alþjóðalög-
gjafar. En fáar ráðstefnur voru haldnar úr því, þangað til
komið var fram yfir miðja öldina, en fjölgaði ört úr því. Frá
1856, er hin fræga ráðstefna var haldin í París og sú vfirlýs-
23