Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 118
116
Eina undantekning mætti þó gera frá lijúslcaparskyldunni,
þar sem konur eru jafnaðarlegast fleiri en karlar, og það
er, að sjálfstæð og fullveðja kona mætti kjósa sér ástmann
og eiga með lionum barn, ef hún vildi og gæti sjálf séð fyrir
barninu og annazt sómasamlegt uppeldi þess. Þetta ætti ekki
að vera lienni til neins álitshnekkis og' meira að segja ein
af mannréttindum hennar. Eins og maður má hiðja sér konu,
eins ætti kona að mega biðja sér manns og það því fremur,
sem það er eitt hið dýpsta í eðli hverrar göfugrar konu að
verða móðir. Því skyldi hún þá ekki mega kjósa manninn,
sem hún vill eiga harn sitt með? Sú kona, sem á harn með
manni, er hún elskar eða ber virðingu fyrir, er alls ekki
áfellisverð, einkum ef liún getur séð fyrir harni sínu á heiðar-
legan hátt. Hún liefir ekki gert annað en að svala innstu
hjartans þrá sinni, að verða móðir, og hún hefir eignazt af-
kvæmi það, er liún þráði, með manni þeim, er hún ann, og
við þessu er ekkert að segja. Þetta var hennar einlægur vilji
og ósk, og öðrum má vera það nóg, að hún kannast við harn
sitt og elur önn fyrir því. En mörg konan yrði sælli, ef hún
mætti þetta fyrir almenningsálitinu, því að þá liefði hún skap-
að sér eitthvað að lifa fyrir, sett lífi sínu tilgang. En föð-
urins þyrfti ekki að vera að neinu getið, nema þeim háð-
um sýndist svo, og gæti þá orðið hið ágætasta hjónaband úr
því fvrr eða síðar.
11. Félagslífið. Þess var getið, að heimilið væri möskvinn í
þjóðfélagslífinu. En kveða mætti fastar að orði og segja, að
Iieimilið væri fyrsta og frumstæðasta mvnd félagslífsins; þá
kemur sveitin (hreppurinn) eða þorpið, þá sýslufélagið eða
borgin (borgríkið), síðan stærri eða minni þjóðfélög og ríki,
er orðið geta að stórveldum, og liugsanlegt er, að einhvern-
tíma verði til eitt allsherjarríki. En munurinn á þjóðfélagi
og ríki er aðallega sá, að orðið þjóðfélag er venjulegast við-
haft um daglegt samneyti manna og samstarf í sama landi,
atvinnurekstur þeirra og störf; en orðið ríki liaft um stjórn
og stjórnskipulag þjóðfélagsins, lög þess og réttarfar. Hlut-
verk ríkisvaldsins er ekki einungis að sjá um réttarvernd
horgaranna innhvrðis, lieldur og' um vernd þeirra gegn yfir-
gangi erlendra þjóða; það á að styðja að farsæld þegna sinna
og að sem fullkomnustu félagslífi. Því á ríkisvaldið að sjá
um uppeldi þjóðarinnar og' menntun, greiða fyrir friðsam-
legri, vísindalegri, tæknislegri og siðferðilegri menningu, en
sporna af fremsta megni við deilum og styrjöldum.