Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 38
36
honum ber. Þó getur farið svo, annaðhvort fyrir snögg sinna-
skipti eða áframlialdandi þróun, að lionum fari að verða það
ljúft, sem honum var áður óljúft, og að liann geri það úr því
af fúsnni og frjálsum vilja. En þá er hann einmitt kominn á
veg dyggðar, og siðvendnin, sem áður var meira eða minna
háð ýmsum freistingum og' tilhneigingum, er orðin að sið-
gæði.
En nú eru dyggðir manna, eins og annað, næsta margvís-
legar. Hverjar þeirra ber þá að telja nauðsynlegastar til þess,
að maðurinn öðlist þróttmikla siðferðilega skapgerð? Um
þetta liafa verið skiptar skoðanir manna í milli; en þó hafa
menn frá fornu fari talið vissar dyggðir einna nauðsynleg-
astar og þvi nefnl þær höfuðdyggðir.
8. Höfuðdyggðir. Hverjar eru þá þær liöfuðdyggðir, sem telja
má siðferðilega verðmætastar bæði fyrir manninn sjálfan og
mannfélagið í heild? — Síendurtekin reynsla manna og speki
aldanna hafa bent á nokkrar dyggðir, er mönnum væri hvað
nauðsynlegast að temja sér; og sálarfræði og félagsfræði vorra
tíma hefir að miklu levli staðfest þetta með því að sýna fram
á sálarlega og' félagslega nauðsyn þeirra, ef keppa ber að heil-
brigðu og lieillaríku einstaklings- og félagslífi.
í niðurlagi Siðfræði minnar (II, bls. 324) gerði ég nokkra
grein fyrir þeim höfuðdvggðum, er menn þegar til forna
höfðu aðhyllzt lijá Grikkjum og Rómverjum, svo og þeim
dvggðum, er menn síðar hafa haldið fram í kristnum sið. Má
skipta dyggðum þessum í þrennt: einkadvggðir, félagsdvggð-
ir og trúardyggðir, og verða þær nú taldar:
Höfuðdyggðir.
I. Einkadvggðir:
1. Sú dyggð, sem hefir stjórn á girnd-
um vorum og fýsnum........... li ó f s t i 11 i n g .
2. Sú dyggð, sem hefir stjórn á
hræðslugirni vorri .......... hugprýði.
3. Sú dyggð, er fylgir því fram, sem
rétt er og gott ............. góður vilji.
II. Félagsdyggðir:
4. Sú dvggð, er lýsir sér í samvizku-
semi og siðaviti ............ ráðvendni.
5. Sú dyggð, er virðir réttindi annarra r é 111 æ t i.
6. sú dyggð, er lýsir sér í hjálpfýsi . . gó ð vi 1 d .