Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 141
139
ingi fvrir brot á hegningarlögunum, og sé hann sakfelldur,
getur það varðað fangelsi, oft við vatn og brauð, betrunarhúss-
vinnu, ærumissi og glötun borgaralegra réttinda um skemmri
eða lengri tíma. — Með þessum mismunandi málarekstri, svo
og eftirliti lögreglunnar, er revnt að lialda uppi lögum og rétti
í landinu, og gæta þess á hinn bóginn, að hver nái rétti sín-
um eins og lög standa til, en þeir sakfelldir eða dæmdir, er
sannir verða að sök, samningsrofum, lögregluln-otum eða
glæpum. Með einkalöggjöfinni er reynt að girða fyrir alla
sviksemi i viðskiptum; með lögreglueftirlitinu reynt að varð-
veita almennt velsæmi og tryggja öryggi þegnanna; en með
hegningarlögunum og refsiákvæðum þeirra reynt að hafa
hemil á ofstopa manna og afbrotahneigð.
En hið lagalega réttlæti nær samt sem áður tillölulega
skammt, aðeins til þess, sem lög, reglugerðir, samþvkktir og
samningar bjóða og banna. Dómstólarnir skij)ta sér líka
sjaldnast af öðru en því, sem fyrir þá er lagt, og fara þá því
nær eingöngu eftir staðreyndum og lagastaf og ákveða viður-
lögin i sem nánustu samræmi við bann. En þar, sem laga-
stafnum sleppir, getur dómarinn farið eftir eigin dómgreind
og samvizku eða dæmt per analogiam, sem kallað er, farið
eftir hliðstæðum ákvæðum á öðrum sviðum dóms og laga.
En sjaldnast gerir hann sér far um að rannsaka „hjörtun og
nýrun“, eins og góður sálusorgari mundi gera. Því getur hið
lagalega réttlæti í sumum tilfellum orðið að hinu mesta ó-
réttlæti og gert illt verra, einkum þar sem um hegningar-
ákvæði er að ræða, er vangefnir, sálsjúkir og vitskertir
menn eiga i lilut, sem eru meira eða minna ósakbærir, og'
því ekki fullkomlega ábyrgir gerða sinna. Það hefir nefnilega
komið i ljós við nákvæmar rannsóknir á fjölda svonefndra
afbrotamanna, að þeir eru meira eða minna vangefnir, sál-
sjúkir eða jafnvel vitskertir, og að löng fangelsisvist getur
haft hinar verstu afleiðingar fvrir þá og þá um leið þjóð-
félagið, en dómsvaldið þekkir naumast enn nokkur önnur
refsiákvæði en skemmri eða lengri fangelsisvist og lítur á
það eitt, hvort maðurinn sé sekur eða saldaus, þótt fyrst og
fremst ætti að spyrja að því, hvort maðurinn væri sakbær
eða ósakbær.
8. Sakbær eða ósakbær. f hinu mikla og merkilega riti sinu
„Undirstöðuatriði afbrotafræðinnar“ hefir dr. med. Olof
Kinberg, prófessor við báskólann i Stokkhólmi, sýnt fram
á, hve hegningarlöggjöf og réttarfari ýmissa þjóða sé áhóta-