Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 192
190
völdin í hendur út á viö. Því sé stjórnað af nefnd manna,
kjörinni af lýðræðisríkjunum. Það liafi löggjafarþing i tveiin
deildum, öldungadeild og fulltrúadeild, er sambandsríkin
kjósi til, fastan alþjóðadómstól og hervald svo öflugt, að það
geti skákað öllu öðru herveldi heims. Með því einu móti geti
friður og alþjóðaöryggi haldizt. Þetla allsherjarriki á að verða
ríki mannréttinda og mannúðar um heim allan.
Jafn-ólíklegt og það er, að nokkurt einstakt ríki geti slað-
izt án laga og réttar, jafn-ólíklegt er það, að friður geti liald-
izl í heiminum til langframa nema því aðeins, að reistar verði
rammar skorður við yfirgangi og ofbeldi einstakra ríkja og
þeim sé ögrað með nægilega sterku hervaldi, ef þau freist-
ast til að rjúfa friðinn. Dómstóllinn í Haag kom ekki að neinu
verulegu haldi vegna þess, að þjóðir þær, sem deildu, voru
ekki skvldar til að leita lians og hlíta úrskurði hans. Og engin
stórþjóð með nægilega sterku liervaldi þurfti að hlíta úrskurði
Þjóðabandalagsins, bæði vegna þess, að hún gat sagt sig úr
þvi, og eins vegna liins, að þótt það hólaði að beita og beitti
refsiaðgerðum, eins og við ítali 1935, þá voru þær bæði mátt-
litlar og þeim slælega beitt. Það, sem þurft hefði, til þess að
aðgerðir Þjóðabandalagsins hefðu komið að fullu haldi, var
allherjar-yfirstjórn allra ríkja bandalagsins um stríð og frið
með löggjafarvaldi, dómsvaldi og svo öflugu hervaldi, að hver
einstök ófriðarþjóð liefði orðið að bevgja sig fvrir því. En
þar var ekki við lambið að leika sér, þvi að livert einstakt ríki
vildi vera sjálfstætt og fullvalda um stríð og frið sem öll önn-
ur mál, og því fór sem fór. En vilji menn ekki eiga von á enn
einni lieimsstyrjöld að þessari styrjöld lokinni, eftir tuttugu
og nokkur ár, þegar sú kvnslóð, sem nú er að fæðast, er úr
grasi vaxin og þykist hafa einhvers að liefna fyrir ófarir fyrri
styrjalda eða harðvítuga friðarskilmála, þá verður að þessu
stríði loknu að stofna til slíkrar allsherjar-yfirstjórnar allra
lýðræðisríkja heims með svo öflugu hervaldi, að enginn
trevstist til að bjóða því birginn. — En befir þá ekkert á-
unnizt í alþjóðamálum á undanförnum árum og áratugum?
Jú, vissulega, og það meira en á öllum undanförnum öld-
um, og allt bendir það i áttina til fasts framtíðarskipulags i
alþjóðamálum, til friðar og samkomulags, frekar en ófriðar
og sundurlyndis.
Um ríki réttlætis og mannúðar hefir margur siðfræðingur
skrifað, en enginn jafn-rökvíslega og Streit um það, hvernig
því vrði komið á laggirnar. Nú eru hernaðarsamtök um heim