Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 101
99
nefndir, sem unna sér ekki umhugsunar, en fara eftir fyrstu
hvötinni, er upp kann að koma í huga þeirra í það og það
sinnið. Ástríðumenn eru þeir menn nefndir, sem hafa látið
ánetjast svo af einhverri fýsn sinni eða girnd, að þeir þjóna
henni öllum stundum og leggja flest í sölurnar fyrir liana.
Hyggindamenn eru aftur á móti þeir menn nefndir, er hugsa
i’áð sitt vel og vandlega og lirapa ekki að neinu, en hugsa
helzt um það að fara skynsamlega að ráði sínu, svo að það
geti liaft sem heppilegastar afleiðingar hæði fvrir sjálfa þá
og aðra. Og loks eru liinir siðferðilega þjálfuðu menn, sem
vilja ekki í neinu vamm sitt vita og hugsa mest um það, hvað
sé sannast, réttast og bezt í liverju máli.
Um liina hvatvísu menn, sem oftast eru börn og ungling-
ar, er naumast annað unnt að segja, en að ráð þeirra sé allt
á reiki, að þeir séu eitt í dag og annað á morgun og hafi að
niinnsta kosti ekki enn öðlazt neina fasta og ákveðna skap-
gerð; um ástríðumanninn má segja, að allt sé á eina bók
lært bjá lionum og að bann verði æ því forhertari eftir því,
sem lengra líður; um hyggindamanninn, að hann verði æ
því hyggnari eða „séðari“, eftir því sem hann temur sér meiri
umhugsun, og um þann siðavanda, að hann verði æ því siða-
vandari, en þar með er ekki sagt, að siðgæði lians aukist að
sama skapi, því að vel getur siðvendni lians orðið að vtri
verkhelgi án samsvarandi innra lífs. Mikið er vfirleitt undir
því komið, hvort það er meira eða minna blind ástríða eða
víðsýn hugð, sem ræður viljavali mannsins. Ástriðumannin-
um og þeim nautnsjúka má líkja við sígjósandi hver, er jafn-
an hjakkar í sama farið og' lileður sér æ hærri og hærri strokk-
inn; en hinum spaka og siðvanda manni við sístreymandi
lind, er brýtur sér nýjar brautir og fvrir sívakandi íhygli
sína finnur æ betri og heppilegri úrlausnir, unz liún í fvlling
sinni rennur sigri hrósandi að sævi fram.
Viljaathafnir manna fara í iivert sinn, ef menn annars
brevta að yfirlögðu ráði, en ekki eftir því, sem þeim kann
fyrst að koma í hug eða þeir freistast til að gera af einhverri
augnabliks hvöt, fyrst og fremst eftir fyrirmælum hinnar
drottnandi iiugðar, Iiver sem hún nú er; en í öðru lagi eftir
starfsliugð manna, eftir því, iivað þeir telja heppilegast eða
i’áðlegast að gera í þann og þann svipinn. Er þar oft leitað til
hins óæðra sjálfs, sem einatt hefir áunnið sér mesta revnsl-
Una í hversdagslegum efnum og veit um hinar ytri aðstæður.
En til samans mynda hið æðra og óæðra sjálf hina ábyrgu