Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 260
258
Pétur á m. ö. o. að steypast upp að uýju til þess, að eitt-
livað uýtilegt geti orðið úr honum. Þar er sama hugsunin, að
levsa sál hans upp til þess að endurskapa hana.
En það, sem hér er sagt um góðsemina, mætti einnig segja
um það, sem er satt, rétt og fagurt. Hið guðdómlega er einnig
forvörður þess eins og' raunar alls þess bezta, er sprottið
hefir upp úr manneðlinu, enda er það einmitt undirrót
liins guðdómlega í tilverunni; það hvílir á þessum and-
legu verðmætum (p. 416), sem getið var um. Því má segja,
að hið guðdómlega geri ekki einungis að varðveita öll var-
anleg verðmæti, eins og Höffding hafði komizt að orði i
Trúspeki sinni, heldur einnig uppfylli þau og fullkomni.
Og einmitt þessvegna er hið guðdómlega æðsta mynd hinnar
framvindandi þróunar, kóróna hennar.
Um hið illa og ófullkomna má segja, að það sé jafnan nokk-
uð skammlift og geti jafnvel snúizt til góðs. Likt og banvæn
kolsýran getur aftur orðið liin nytsamasta, er hún er klofin
sundur í kol og súrefni, sem hvorttveggja eru máttarviðir lif-
anda lífs, þannig getur hið illa, ljóta og' logna orðið til þess
að menn komi auga á hið sanna, fagra og góða og taki að
ástunda það. Og hvað segir djöfullinn um sjálfan sig i Fausl:
—- ein Teil von jener Kraft,
die stets das Böse will, und doch das Gute scliafft.
Mætti því ef til vill segja, að Guð með heimsrásinni sé að
revna að hreinsa sig og heiminn af öllu því illa og ófull-
komna, er í honum hefir búið frá upphafi. Því má og' vænta
þess, þegar Guð hefir náð sinni æðstu fullkomnun, að heim-
urinn verði lireinn, fagur og fullkominn.
Vér verðum þá að líta svo á, að likami guðs liafi verið til
frá öndverðu, með illu og góðu í sér fólgnu, en að sál Guðs
og guðdómleiki sé sífellt að verða til og eflast sem hinn stríð-
andi máttur tilvenmnar fyrir öllu þvi, sem er satt, fagurt og
gott, og að vér mennirnir getum efll og stvrkt þetta guðdóm-
lega með því að ganga ótrauðir í lið með því og hjálpa því
til sigurs.
Skal svo að sinni ekki farið fleiri orðum um nýrealismann.
Um hina framvindandi þróun Lloyd Morgans get ég
verið stuttorður, og það því fremur sem lionum í öllum aðal-
atriðum semur við kenningar þær, er þegar hefir verið lýst.
En sinni kenningu hefir íiann lýst í tveim höfuðritum:
Emergent Evolution (1923) og' Life, Mind and Spirit (1926).