Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 80
78
óstjórnlegu æði. Við líkskoðun kom í Ijós, að járnkarlinn
hafði farið upp í gegnum miðheila og í vinstra ennislepp
stórheilans og eyðilagt hann með öllu. Og er heili lians enn
til sýnis í safni einu við Harvard háskóla.
Þetta er einhver fyrsta sönnun, er fengizt liefir fyrir því,
að æðri eiginleikar, svo sem aðgætni og siðferðileg skapfesta,
séu á einhvern hátt tengdir starfi framheilans. En niður undir
stórlieilanum, svo sem miðja vegu milli eyrnanna, eru svo-
nefndar sjónliólastöðvar; en upp frá þeim virðast hinar frum-
stæðustu tilfinningar og tillmeigingar vorar streyma, svo sem
liræðsla og reiði, geðofsi o. fl. — En liafi maðurinn ekki
taumhald á þeim lengur, er honum í engu treystandi.
Suinum virðist nú svo hátlað, að sjónhólastöðvar þeirra eigi
í sífelldri baráttu við hinar æðri stöðvar framlieilans. Er engu
líkara en hið óæðra sjálf mannsins eigi þar i sifelldri bar-
áttu við hið æðra sjálf hans. Og þótt hið æðra sjálf reyni að
hafa einhvern liemil á þessum ótömdu, stjórnlausu tilfinn-
ingum, þótt maðurinn með viti sínu reyni að semja sig að
umhverfinu og mönnum þeim, sem hann umgengst, þá er
stundum eins og þessi sálaröfl, er um sjónhólana streyma,
trylli manninn. En þá kemur einmitt hið ótamda, óæðra sjálf
fram í allri sinni nekt, lýsir sér í ofsahræðslu, óstjórnlegri
reiði, uppnámi eða þjakandi þunglyndi og æðru. Slíkir geð-
sjúkdómar eru ekki ótíðir. En hafa menn nú fundið nokkur
ráð við þeim? — Ekki verður sagt, að menn hafi fundið neitt
óbrigðult ráð við þeim, beldur aðeins við áhrifum þeirra á
hið æðra sjálf, hina ábyrgu persónu.
Arið 1936 ákvað læknir einn i Lissabon, Egas Moniz,
að reyna skurðaðgerð við þessum og þvílíkum geðsjúkdóm-
um; en liún var i því fólgin að slíta öllum taugatengslum milli
sjónliólastöðva og framheila. Sagaði hann gat á viðeigandi
stað á hauskúpunni, smeygði þar inn skurðtóli sínu og skar
á taugatengslin. Þetta hreif; hinar frumstæðu tilfinningar
hættu að hafa áhrif á sálarlíf sjúklingsins; hann hætti að
fá æðisköst, fyllast ofsahræðslu, þjakandi þunglyndi o. þvl.
Síðan hefir þessi skurðaðgerð verið reynd í Bandarikjunum
á hundruðum sjúklinga með þar til gerðu verkfæri, er livít-
mænuklippa (levkotome) nefnist, og árangurinn orðið sá, að
65% af aðgerðum þessum liafa borið ágætan árangur, 20%
góðan, en aðeins 15% lélegan eða alls engan árangur.1)
1) Tekið upp úr Readers Digest, febr. 1942, sem hefir ])að úr Hygicia :
Marvcls of Nerve Surgcry.