Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 146
144
að nú eru upp komnar þrjár andstæðar stefnur í stjórnmál-
um, hver með sitt kjörorð og stefnuslcrá: einstaklings-
hyggj an, er heimtar sjálfræði og frjálst framtak á sem
flestum sviðum; s a m v i n n u s t e f n a n, er stofna vill til sam-
vinnu og jafnvel sameignar á eigin framleiðslutækjum, en
lieldur þó fast við séreign einstaklinga og frjálst framtak á
öðrum sviðum þjóðlífsins, og loks j a fn a ð a r s t e f n a n , er
lieimtar þjóðnýtingu og ríkis- eða hæjarrekstur í sem flest-
um atvinnugreinum og annaðhvort litla eða enga séreign.
Jafnaðarmennskan hefir svo aftur skipzt í tvo flokka:
sócíaldemokrata, er vilja hægfara, lögbundna þróun,
og k o m m m ú n i s t a, er hyggja á skjóta þjóðfélagsbylt-
ingu. En samhliða þessu hafa nú risið tvær stórpólitískar
stefnur i heiminum, annarsvegar lýðræðisstefnan með
kosningarrétti og kjörgengi þjóðfélagsþegna og þingbundinni
stjórn, löghelguðum eignarrétti og atvinnufrelsi; en liins
vegar einræðisstefnur, sem afnema kospingarrétt, kjör-
gengi og þingbundna stjórn, nema þá rétt að nafninu til, en
leggja bæði einkaeign og atvinnurekstur undir umsjá eða
íhlutun rikisins (fascistar og nazistar) eða þá beint
undir stjórn ríkisvaldsins sem eiganda atvinnufyrirtækj-
anna (sovjetríkin). Svo standa nú sakir og er nú liildur
háð um allan heim milli lýðræðis- og einræðisríkjanna um
það, hvor stefnan eigi að bera sigur úr býtum. Enginn veit,
livernig fer, en enginn frjálshuga maður dregur dul á, að
liann óski lýðræðisstefnunni sigurs og hinni þýlyndu ein-
ræðisstefnu ósigurs, þótt margar duldar hættur séu í lýðræð-
inu fólgnar og sumir svonefndir lýðræðissinnar sitji á svik-
ráðum við það, viðbúnir að sálga því, þegar færi gefst, eins og
sjá má nú í sumum herteknu löndunum, sem eru að losna
úr ánauðinni, þar sem sérflokkar rísa nú upp og reyna að
skapa þjóðinni aðra nýja ánauð, jafnskjótt og hinni fyrri
linnir.
Hið félagslega réttlæti hefir jafnan átt örðugt uppdráttar.
Með öllum þjóðum og á öllum öldum hafa myndazt vfirstéttir
og undirstéttir, hvernig sem stjórnarfarinu annars hefir verið
háttað, og er þetta manneðlinu að vissu leyti í blóð borið.
Því að sumir eru fæddir forgöngumenn, en aðrir sporgöngu-
menn. Þó er nú á síðari timum farið að reisa stofnanir, sem
ætlað er að vinna að félagslegu réttlæti. Þannig ber sátta-
semjara ríkisins hjá oss að reyna að miðla málum og
finna einhvern samningsgrnndvöll, ef upp koma deilur milli