Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 49
XIII. Hófstilling.
1. Dyggðir fornmanna. Þótt Forngrikkir væru yfirleitt ekki
betri en aðrir menn, lögðu þeir þegar frá fornu fari mjög
niikla áherzlu á dyggðina (arete). Merkir það orð bæði
dvggð og' karlmennsku og aðra ágæta eiginleika. Höfuðdyggð-
ir þeirra voru fjórar talsins. Einhver hin elzta þeirra og sú,
sem þeir lögðu livað mesta áherzlu á, var h ó f s t i 11 i n g i n ,
sú dyggð, sem átti að skipuleggja allt sálarlíf vort og stilla
girndum vorum og fýsnum svo i bóf, að úr því yrði hið feg-
ursta samræmi. Þá lögðu þeir og mikla áherzlu á hreystina,
hugprýðina og hinn góða vilja, er jafnan átli að fara að
ráðum skynseminnar og þess, er menn teldu rétt og gott.
Þriðju dyggðina, er vér myndum nefna mannvit eða siðavit,
uefndn þeir vizkn, en það var sú dyggð, sem jafnan
átti að fá þá til að sinna því, sem væri satt, rétt og gott. Og'
loks töldu þeir, að r é 111 æ t i ð væri siðasta og æðsta dyggð-
in; hún gæfi ekki einungis hverjum sitl eða það, sem honum
hæri, heldur Ieitaðist hún og við að koma Iiinn fegursta skipu-
lagi á sálarlíf vort og félagslíf, þannig að maðurinn sjálfur
og félagslíf hans vrði fagurt og golt. En nppi vfir ölln þessu
ríkir, samkvæmt kenningu Platons, hugsjón hins algóða,
sem er lokamarkmið hins hrevtilega og brevzka heims.
Það var liáttur Forngrikkja að íldæða siðspeki sína og lífs-
sannindi líkingarfullum, listrænum búningi. Þannig er sögnin
Um þjóðhetjn þeirra og 'eftirlætisgoð, Herakles á kross-
götum, næsta líkingarfull, en þarf þó nokkurrar skýringar
við. En á hinn bóginn sýnir hún oss það, hvernig þeir hugsuðu
sér hina æðstn mannlegu fyrirmynd.
Sögnin segir, að er Herakles var staddur á krossgötum lifs
sins, liafi hann evgt tvær leiðir, sína til hvorrar liandar. Önn-
ur var rósum stráð og hét honum hvers konar unaði, enda
stóð Nau tni n , liin ástúðlega og fagra dis, þar á leiðarenda
og henti honum til sin. En hin leiðin var þyrnum stráð og