Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 34
32
líkáma sinn, getnr lieilsu lians stórhnignað á tiltölulega
skömmum tíma. Og smeygi liann fram af sér beizlinu í sið-
ferðilegu tilliti, getur hann á enn skemmri tíma orðið að
hreinum og heinum siðleysingj a. Og hendi hann t. d. þau af-
glöp að eiga barn með fáhjána eða einhverjum öðrum vesa-
ling, hefir liann ef lil vill gjörspillt ætt sinni og lífshamingju
niðja sinna í marga ættliði. Því er rétt að hafa sem bezta
gát á öllu atliæfi sínu og brevtni, því að náttúran og lögmál
hennar láta ekki að sér hæða. En er þá unnt að fá nokltra
visbendingu um, hvort maður sé lieldur á leið framfara eða
afturfarar?
4. Framför eða afturför. Margt er það í manneðlinu, svo sem
meðfædd tregða, leti og værugirni, auk sífelldra freistinga
til veiklandi og ef til vill skaðsamlegra nautna, svo og hræðsl-
an við of mikla áreynslu og erfiðleika, sem gerir afturför-
ina öllu almennari en við mætti búast, og gerir að minnsta
kosti það að verkum, að menn komast annaðlivort aldrei á
lagið eða leggja of fljótt árar í hát. Það er jafnan nokkuð
erfitt að sækja upp í móti, að leita á brattann; til þess þarf
hæði hug og dug, áræði og sívakandi áhuga, sem fáum er
gefinn, eða þá ódrepandi metnað um að revnast ekki síðri
en aðrir samferðamenn og dragast ekki aftur úr.
Lifi kvnslóðanna mætti líkja við erfiða fjallgöngu. Fjöld-
inn allur gefst upp á miðri leið eða jafnvel neðar, í fyrstu
brekkunum, og nenna eklci lengra, einkum ef þeir þykjast
hafa nóg fvrir sig að leggja og þurfa ekki að keppa; aðrir
dragast hægt og hægt aftur úr af tómri leti og áhugaleysi. Þeir
eru tiltölulega fáir, sem halda sér frískum og fráum og cru
sístarfandi og andlega vakandi fram á elliár. En aflurför
er liægfara hnignun og dauði, framför gróandi líf. Því er
svo mikið undir því komið, að mönnum skiljist það, að dag-
leg iðkun þess, sem heilnæmt er og verðmætt, er svo mikils
virði hæði fyrir einstalclinginn og félagslífið; og' eins hitt, að
ástundun þess, sem óhollt er og' skaðlegl, hoðar afturför og
dauða. Afturförin lýsir sér einkum i því, að menn liætta að
þroska sjálfa sig og hæfileika sina, halda ekki einu sinni því
við, er þeir þegar hafa áunnið; en þelta veldur hnignun, veld-
ur því, að menn ganga smám saman úr sér bæði til líkama
og sálar, eða feyskjast og eldast fyrir aldur fram. Framförin
krefst aftur á móti sífelldrar áreynslu og viðhalds á því, sem
áunnið er, jafnvel nýrra starfsliátta og nýrrar framsóknar
til æðra, hetra og fullkomnara lífs. Því er ekki um að villasl,