Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 148
146
skiljast, að ef menn slíta í sundur lögin, slíta menn sundur
friðinn í landinu, og verða þá að leita nýs og óvænts sam-
komulags. Hið siðferðilega réttlæti þarf ekki heldur að vera
bundið við neitt sérstakt land eða þjóð; það getur látið allt
mannlegt til sín taka og litið á málin frá alþjóðlegu sjónarmiði
og þannig t. d. talið það hinn mesta glæp gagnvart öllu mann-
kyni að stofna til stríðs og styrjalda, er glati ótölulegum verð-
mætum og verði milljónum manna að heilsu- og fjörtjóni, þar
sem menn á hinn bóginn gætu ráðið fram úr öllum deilumál-
um með sanngirni, mannúð og góðvild. Loks hefir hið siðferði-
lega réttlæti það fram vfir liið lagalega og félagslega, að það
kemur einatt auga á æðri og göfugri verðmæti en þau, sem
þegar eru kunn og viðurkennd, svo sem t. d. að vinna í haginn
fvrir komandi kynslóðir eða það, að gera allar þjóðir veraldar
að einu allsherjar ríki. Og jafnvel enn lengra getur þetta náð
hjá þeim, sem innblásnir eru af hreinum mannkærleika, sbr.
orð ritningarinnar um það, að meiri gleði sé yfir einum
ranglátum, er hæti ráð sitt, en yfir níutíu og níu réttlátum.
Þar er litið á livern mann sem siðferðilega persónu, er þó
kunni að þurfa hjálpar við til þess að ná nokkurri fullkomn-
un. Annars er það áðaleinkenni hins siðferðilega réttlætis að
virða réttindi annarra á horð við sín. En liver eru þá hin
eiginlegu mannréttindi ?
11. Hin almennu mannréttindi. Þegar í byrjun 17. aldar, er
menn tók að hrylla við hryðjuverkum trúarbragðastyrj-
aldanna svonefndu og gjörræði einvaldskonunganna, tóku
liugsuðir í ýmsum löndum að brjóta heilann um, hvaðan
valdhafarnir hefðu þetta vald, er kúgaði og undirokaði þjóðir
og einstaklinga. Viðkvæðið var, að þeir hefðu það frá guði.
En var ekki sönnu nær, að þeir hefðu það hver.frá sinni þjóð
og að til væri bæði „náttúrleg trú“ og „náttúrlegur réttur“,
er menn gætu ekki afsalað sér? Það, sem hugsuðirnir hugs-
uðu, tóku svo talsmenn þjóða og einstaklinga upp eftir þeim.
A seinni hluta 18. aldar sömdu hin nýstofnuðu ríki í Norður-
Ameríku hverja mannréttindaskrána (Bills of Ricjht) á fætur
annarri, unz „Yfirlýsing hinna almennu mannréttinda“ var
gefin út upp úr stjórnarbyltingunni mildu á .Frakklandi
(1792).!)
Þessi mannréttindaskrá var elcki fjölskrúðug í fvrstu né
heldur svo ljóst orðuð eða gagnhugsuð, að ekki þyrfti um að
1) Sbr. Ágúst H. Bjarnason: „Menning og siðgæði" í Samtíð og saga I,
Rvk 1941, bls. 9.