Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 214
XXII. Forsendur varanlegs friðar,
góðvild, mannúð og mannkærleikur.
1. Góðvild og mannúð. Eins og liatur og hefnigirni geta leitt
til liinna ægilegustu blóðfórna, þannig leiðir góðvild og mann-
úð til samkomulags og friðar. Þegar friðarliöfðinginn fædd-
ist á þessa jörð, er sagt að herskarar liimnanna liafi lofað guð
og sagt: „Dýrð sé guði i upphæðum, og á jörðu friður góð-
vildar meðal manna“ (Lúk. 2,14). Menn hafa verið í nokkr-
um vafa um, hvernig þeir ættu að þýða þennan ritningar-
stað og þó einkum gríska orðið „evdokias“, er stendur þarna
í eignarfalli, og þýtt það sem „velþóknun" guðs eða „náðar-
vilja“ hans; en evdokia þýðir fyrst og fremst „góðvild" og
er í eignarfalli góðvildar. Þvi er það, sem hér er átt við, frið-
ur, sem sijrettur af góðvild meðal mannanna. Þetta er nokk-
urn veginn auðskilið mál, því að þar, sem góðvildin ríkir, þar
er friður; en þar, sem óvildin rikir, er að minnsta kosti ófrið-
ar von. Það þarf því hvorki að blanda velþóknun guðs né
náðarvilja inn í þessi orð; þau segja blátt áfram, að þegar
góðvildin fari að ríkja á þessari jörð, þá sé varanlegs friðar
von.
En hversu erfitt uppdráttar hefir góðvild, mannúð og
mannkærleikur átt á þessari jörð. Dyggðir þessar hafa nú
verið prédikaðar um nærfellt tvær þúsundir ára, en tvær
heimsstyrjaldir háðar síðuslu þrjátíu árin með öllum þeim
ógnum og skelfingum, sem þær hafa haft í för með sér. Og
það er lielzt, er maður setur sér þessar ógnir skýrt fyrir sjónir,
að mannúðin og mannkærleikurinn hlossar upp í manni.
Mundu þá ekki einmitt þessar tilfinningar, ásamt góðvild-
inni, geta orðið traustustu forsendur varanlegs friðar?
Oss hryllir nú við öllum þeim hermdarverkum, sem framin
voru daglega í hernaðaraðgerðum stríðsþjóðanna; vér fvllt-
umst heilagri gremju, er vér heyrðum, að saldausir menn
væru drepnir fyrir seka, að konur, börn og gamalmenni væru
drepin í þúsundatali í skyndilegum og óvæntum loftárásum,