Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 216
214
og friðsamleg samskipti heimta æ meir og háværar, að friður
sé saminn og meira að segja varanlegur friður, mannrétt-
indin virt, og að velvild og góðgirni setjist í öndvegi meðal
þjóðanna. Og loks er farið að tala um allsherjarríki allra
þjóða.
Einvaldar einræðisríkjanna kunna að daufheyrast við þessu
í bili eða ætla sér þá dul, að stofna til einhvers allsherjar-
ríkis þrælbundinna manna, þess er þeir nefna „nýsköpun“, en
raunar var þetta meginhugsjón allra einvaldsherra fornaldar
og miðalda. En sú kemur tíð, og það ekki innan mjög langs
tíma úr þessu, að þeim mun öllum af stóli steypt, og þá verð-
ur vonandi engum framar leyft að rjúfa heimsfriðinn, að við-
lögðum þungum refsiaðgerðum. Þá rætist vitrun hjarðsvein-
anna um frið á jörðu og góðvild (goodwill) meðal manna.
En nú skulum vér athuga það nánar, hvernig réttlætið verð-
ur að sanngirni og sanngirnin að góðvild og mannúð, og
hvernig grimmd og heiftúð styrjaldanna hefir tendrað fórn-
fýsina í hrjóstum einstakra ágætismanna og komið þeim til
að drýgja stórfelld miskunnar- og kærleiksverk á þeim, sem
verst urðu úti i afleiðingum liinnar fyrri heimsstyrjaldar.
2. Réttlæti og sanngirni. f löggjöf sinni og réttarfari lögðu
Rómverjar lengst af hvað mest upp úr hinu lagalega réttlæti.
En þar kom um síðir, að þeir litu svo á, að hið strangasta rétt-
læti gæti orðið að megnasta óréttlæti. Þar af stafar orðtalc
þeirra: æðsta réttlæti megnasta ávirðing (summum jus
summa injuria). Enda er þetta svo, að réttlætistilfinningin
getur rétt eius og livað annað hlaupið í gönur með oss, gert
oss óvægna og jafnvel grinnna. Bera hinar hörðu refsingar
liðinna alda þessa óræk vitni, og enn fyrr var það svo, að
blóðhefnd heimtaði nýja liefnd og hafði æ meiri liryðju-
verk í för með sér. Því er lögmálið: auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn! svo afar viðsjárvert. Nú á tímum er refsilög-
gjöfin aftur á móti æ meir að þokast í áttina til sanngirni
og mannúðar. En sanngirni er einmitt í því fólgin að líta sem
nákvæmast á alla málavexti, aðstæður, eðli og innræti þess,
er hlut á að máli, og fara sem vægilegast í sakirnar. Þessi
sanngirni og mannúð fer mjög í vöxt, nema ef vera skvldi í
réttarfari einræðisríkjanna, sem nú leita aftur til hinna rudda-
legustu og frumstæðustu refsinga. Leiki t. d. nokkur grunur á,
að sakborniugur sé ekki andlega heilhrigður og því ekki alger-
lega ábyrgur gerða sinna, skal því þegar skotið undir læknis-
úrskurð, hvort liann sé sakhær. Sjálfar refsingarnar og við-