Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 250
248
Englandi og raunar líka í Bandaríkjunum. Nefnist hún Nýj a
raunhyggjan (New realism) og önnur stefna henni mjög
lík Framvindandi þróun (Emergent evolution). En
hvor tveggja þessara stefna á sér nokkuð langan aðdraganda.
Ef leita skal fvrstu upptaka þeirra, verður að hverfa aftur
á miðja 19. öld og smáfeta sig áfram til 1920.
Þar er þá fyrst til að taka, að þróunarkenning þeirra
Darwins og Spencers tók að ryðja sér til rúms um og
upp úr 1860. En lnin var, eins og menn vita, þess efnis, að
allar lifandi verur liafi þróazt stig af stigi frá einni eða fá-
einum frumverum, fyrir eigin brevtileik, aðlögun að lífsskil-
yrðum og úrvalningu náttúrunnar á milljónum ára frá lægstu
lífverum til þeirrar æðslu. Hafi þá jafnan nýir eiginleikar
og hæfileikar komið í ljós með hverri nýrri tegund jurta og
dýra, þangað til komið var alla leið upp að manninúm, sem
einn virtist gæddur skvnsemi og öðrum þeim gáfum, er hann
hefir fram vfir dýrin. Svo að þetta með liina „framvindandi
þróun“, er leiði nýja og nýja eiginleika í ljós, virðist ekki sér-
lega nýtt, ef þróunin á þá ekki að ná lengra, bæði aftur fyrir
lífheiminn og upp fyrir liann, en það á hún í raun og veru
að gera.
En til þess að mönnum skiljist aðalinntak þessarar kenn-
ingar, verða þeir þegar að gera glöggan mun tveggja hugtaka,
sem Herbert Spencer hafði raunar þegar bent á, sem
sé muninn á liugtökunum samsafn (aggregation) og sam-
iiæfing (confignration, constellation, synthesis o. fl.). Sem
dæmi samsafns má nefna sandhrúgu, sem er jafnan söm við
sig, á meðan hún fær að liggja ólireyfð og í næði, og liún
framleiðir ekkert nýtt. Sem dæmi samhæfingar mætti aftur
á móti nefna tengingu tveggja frumefna, t. d. súrefnis (O)
og vatnsefnis (H2), er framleiðir alveg nýtt efni með nýjum
eiginleikum, eina sameind vatns. En þannig vindur sífellt
fram nýjum eiginleikum með hverri nýrri samhæfingu frum-
efnanna í samsett efni ýmiss konar, og er þar með sýnt, að
hin framvindandi þróun nær jafnt til efnisheimsins sem líf-
lieimsins. Því að einnig hjá efninu vindur fram nýjum og
nýjum eiginleikum eða þeir koma smám saman upp úr kaf-
inu (emerge), en það er einmitt það, sem nefnt er fram-
vindandi þróun (emergent evolution).
Slík samhæfing, sem í efnisheiminum er svo að segja deg-
inum ljósari, kemur og þráfaldlega fyrir i heimi andans.
John Stuart Mill liafði þegar bent á, að til væri eins-