Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 183
181
mál þjóðanna. En hér er sami Þrándur í Götu og í öðrum
minni háttar málum, metnaður og fullveldis-gorgeir einstakra
ríkja, er þykjast fær um að ráða sjálf fram úr deilumálum
sínum og skáka öðrum minni máttar ríkjum í skjóli hervalds
síns. Þó hefir nokkur skriður komizt á þessi mál, þannig að
stofnað hefir verið til tveggja alþjóða-dómstóla, sem
þó er ekki skylt að nota og því síður, að unnt sé að sjá um
endanlega fullnægingu dómsúrskurða þeirra. Og með stofnun
Þjóðahandalagsins var stofnað lil varanlegrar þjóða-
samkundu, er gæti orðið ráðgefandi í öllum alþjóða-
málum, en átti þó sérstaklega að vinna að því að jafna deilur
þjóða og sporna við friðarslitum.
6. Samskipti þjóðanna. Talið er nú, að um 60 menningar-
ríki séu til í heiminum. Standa þau flest í póst- og símasam-
bandi og hinu flóknasta verzlunar- og viðskiptasambandi,
beint eða óbeint, hvert við annað um flestar lífsnauðsynjar
sínar, hráefni og framleiðsluvörur. Allsherjar reglur hafa nú
þegar verið settar um póst og síma; en í verzlun og viðskipt-
um gildir sú meginregla, að hönd selji hendi í peningum,
ávísunum eða vörum, svo að enginn skuldi öðrum til lang-
frama, nema þá að um samningsbundnar skuldir sé að ræða,
er greiðist á tilteknu árabili. En hvaða reglur hafa verið settar
og viðteknar um framleiðslu varanna og réttláta dreifingu
þeirra, nema þessi handahófs kenning um framboð og eftir-
spurn, sem þó ávallt má misnota og spákaupmenn gera sér leik
að að misbjóða, ýmist með því að liggja á vörunni og geyma
hana og skapa með því dýrtíð eða hallæri, þegar því er að
skipta, eða með því að ryðja henni inn á markaðinn og skapa
með því verðfall og hrun? Á iiinn hóginn hefir tæknin og
bættar samgöngur á láði, legi og í lofti valdið því, að allur
heimurinn svo að segja er orðinn að einni hagsmunaheild,
þar sem hver þjóð keppist við að framleiða það, sem henni
er hægast og eðlilegast er, samkvæmt landskostum hvers
lands, og koma frá sér þeim vörum, sem hún getur við sig
losað, til þess að öðlast getu til kaupa á þeim erlenda varningi,
er hún sjálf þarfnast. En liér eru margir milliliðir, og sumir
óþarfir, er hafa vilja einhvern hagnað af viðskiptunum, og
þeir eru oft óþarflega kaupháir. En bæði er ónógt yfirlit vfir
og ekkert fast skipulag á alheimsframleiðslunni, og litið eða
ekkert eftirlit með dreifingu framleiðsluvaranna, og því er,
sem er, að ýmislegt gengur á tréfótum. Ófyrirleitnir korn-
salar geta lokað kornskemmum sínum, svo að hallæri verði