Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 62
60
2. Hreysti, hugprýði. Svo að menn sjái, að nota má orðin
hreysti og hugprýði í margskonar merkingu, skulu nú tilfærð
nokkur dæmi. — Þá er menn tala um hreysti, nota þeir oft
orðið i margskonar merkingu, Iáta það tákna líkamlega heil-
brigði, aflsmuni, bardagalirej'sti, hugdirfð allskonar og áræði,
jafnvel þrautseigju og þolgæði. Oft liefir t. d. verið dáðsl að
þolgæði trúaðra manna og talað um það sem trúarlega hreysti
og hugprýði. En í hverju er þá hin siðferðilega hreysti og
hugprýði fólgin? í því að fvlgja því fram með oddi og egg,
er maðurinn telur siðferðilega rétl og gott. Þvkir nú rétt að
gera hér nokkuð gleggri grein.
Líkamshreysti táknar jafnaðarlegast líkamlega heilbrigði;
en stundum er líka með því orði átt við krafta manns og afls-
muni, og stundum það, með hve miklum liug og áræði menn
beiti kröftum sínum. En kraftar og þor þurfa alls ekki að
fara saman. Sagt er um suma afbrotamenn, að þeir séu lík-
amlega hraustir og sljóvir fyrir sársauka og því ef til vill svo
grimmir við aðra, seni raun ber vitni; en að þeir séu á hinn
bóginn títt liinar mestu bugbleyður. Og um þann vitra og
sterka mann Gretti vitum vér, að bann var heljarmenni að
burðum, en svo myrkfælinn, að hann mátti naumast einn
vera. Aðrir eru taldir hetjur af því, að þeir bregða sér hvorki
við sár né bana, sbr. Högna, er bló, þá er hjartað var flegið
úr honum.1) Aftur á móti eru sumir líkamlegar skræfur, en
andleg hraustmenni. Hinrik frá Navarra lýsir sjálfum sér svo,
að bann liafi jafnan bliknað og tekið að riða á fótunum, er
hann kom á vígvöllinn, en þó bafi hann jafnan af hugdirfð
sinni leitað þangað, sem harðastur var bardaginn. Likams-
hreysti, þor og liugdirfð þurfa því alls ekki að fara saman.
í hinni andlegu hreysti fer aftur saman þor og áræði og
stundum líka þolgæði. En hin siðferðilega hugprýði hefir það
fram vfir, að hún vill ekki bregðast því, sem hún einu sinni
hefir heitið, og fvlgja því fram, sem hún telur rétt og gott,
án þess að líta til launanna.
Slík hugprýði getur þó enn birzt í mörgum myndum, sem
brennandi sannfæring, sem þrautseigja og þolgæði og sem
fórnarlund. Hin annálaða kristilega þolinmæði, er kom hvað
skýrast í Ijós á tímum píslarvættisins, er einna órækast dæmi
þessa. Þoldu kristnir menn þá oft hinar hryllilegustu kvalir
fyrir trú sína með stakasla jafnaðargeði og fylltust á stund-
1) Sbr. Atlakviðu, 24, og Völsungasögu, 37. kap.