Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 196
194
voru allar þær ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið til þess
að reyna að tryggja friðinn, dæmdar einskis nýtar. En vér
teljum ekki slíka fordæmingu réttmæta. Friðurinn í heimin-
um næst ekki nema með því að prófa sig áfram smátt og
smátt og varast glöp hinna fyrri friðarsamninga og læra af
reynslunni. En af öllum þeim tilraunum, sem gerðar liafa
verið til þess að tryggja friðinn, hefir Þjóðabandalagið látið
oss mesta reynslu í té. Vér munum á öðrum stað (VIII. kap.)
rannsaka leiðbeiningar þess til láns og heilla og orsakirnar að
yfirsjónum þess og mistökum.
En hér hljótum vér að leggja áherzlu á það, að það var ekki
Þjóðabandalagið, sem steypti heiminum aftur út í allsherjar-
stríð. Þjóðahandalagið var afsprengi lýðveldisríkjanna, og
þegar lýðræðisandinn og einstaklingsfrelsið i einræðisríkjun-
um dó, þá dó líka Bandalagið. Þessi styrjöld, sem nú geisar,
stafar af byltingunni gegn lýðræðisandanum, uppgangi ein-
ræðisríkjanna, hinum eigingjarna þjóðarmetnaði þeirra, yfir-
drottnunarstefnu þeirra og hernaðaranda, en auk þess af
hræðslu þeirra, hatri og hefnigirni. Engin tilraun hafði verið
gerð til þess að svæfa þessi illu öfl með Versalasamningun-
um, heldur spruttu þau miklu fremur upp af þeim. En til-
raunir þær, sem gerðar voru til þess að tryggja friðinn, köfn-
uðu í illgresi þeirra.
Vér getum raunar ekki komizt undan þeirri geigvænlegu,
áleitnu hugsun, að hnignun og hrun Þjóðabandalagsins og
annarra friðartilrauna boði hnignun og hrun liinnar evr-
ópsku menningar — eitt heljar samstarf ópersónulegra afla,
sem miskunnarlaust eru að reka menn úl í einhver hræðileg
örlög.“
En sjá þá höfundar þessir enga leið úl úr ógöngunum? —
Þeir gera engar beinar tillögur, en ráða þó eindregið frá refsi-
aðgerðum gagnvart óvinaþjóðunum, þótt foringjum þeirra
verði hegnt að makleikum. Eins ráða þeir til þess, að frið-
argerðirnar fari fram í þrem áföngum, jafnvel með ára
millibili, en á meðan lialdi bandamenn með nokkru af lier
sínum uppi aga og reglu í óvinalöndunum, en reyni jafn-
framt að sefa hugi manna með ýmiss konar hjálparstarfsemi.
3. Orsakir styrjaldanna og ráð gegn þeim. Enn skeleggari
um orsakir hinna tveggja heimsstvrjalda og ráð gegn því, að
slíkt geti endurtekið sig, er þó alkunnur blaðamaður, Emerv
Reves, er ferðast hefir land úr landi og orðið handgenginn
ýmsum helztu mönnum vorra tíma, svo sem Winston Church-