Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 222
220
að réði en valdafíkn, hatur og heimska, sem allt mannkyn
varð siðan að súpa sevðið af áratugum saman, og síðan aðra
enn ægilegri heimsstyrjöld í þokkabót.
En svo að menn sjái, hvernig Nansen sjálfum var innan-
brjósts í fyrri heimsstyrjöldinni miðri, má setja hér kafla
úr dagbók hans (júní 1916):
„Uppi á Röndum. — Víðátta í allar áttir — dalirnir eins
og sprungur í hálendið. Langt fyrir neðan bugðast elfa mann-
lífsins, — héðan að ofan virðist hún í órafjarlægð. Manni
verður létt um andardráttinn, auga og hugur hvílist. . . .
En aðrar myndir koma upp úr kafinu —- lengra að: — Her-
stöðvar, skotgrafir og hrúgur limlestra mannslíkama.
Nei, frá þessum ógnum verður ekki hlaupizt. Fyrir þeim er
hvergi friður. Allsstaðar hevrist grátur og víl millíóna kvenna,
sem hafa misst allt — vini og eiginmenn. Örvæntingarfullar
mæður leita sona sinna -— gráhærðir, beygðir feður svipast
um eftir von ættarinnar.
Þetta er martröð vitfirringarinnar. Og enginn fær við ráðið.
Enginn!
Þjóðir Norðurálfunnar, — „merkisberar menningarinnar",
— eta hver aðra, troða menninguna undir fótum, leggja álf-
una i rústir — hverjum til gagns? —
Og um hvað er barizt? Völd, aðeins völd! — Sú menning,
er gerir völd og yfirráð að aðalmarkmiði þjóðanna, gelur
ekki borið mannkvnið fram á leið, — hún hlýtur að lokum
að leiða til tortímingar.
En þetta hlaut að koma. Menning Norðurálfunnar hefir
brugðizt, bún er rotin. Hún brotnaði eins og feyskið tré i skógi,
þegar óveðrið skellur á.
Menning? — Iivers virði er hún, ef hún vinnur ekki bug
á villimennskunni og siðleysinu? Geri hún það ekki, er hún
sem þunn skel. Eins og áður eiga mennirnir sjálfir sök á
þyngsta bölinu og ógæfunni. Það er hræðilegur, auðmýkjandi
sannleikur.
Það er ekki menningin, heldur villidýrseðlið, sem hefir
villt fjöldanum sýn og leitt hann á glapstigu fyrir áhrif sefj-
unar einnar saman. Menn missa dómgreind sína og sjálfstæð-
ar skoðanir í sívaxandi erli hins daglega lífs og fá svo ekkert
viðnám veitt.
Heimurinn þarf að endurfæðasl. — Nýr tími verður að
renna upp, er færi mannkyninu nýjar hugsjónir, sem geri
andleg verðmæti að takmarki, en fjárhagsleg verðmæti aðeins